Meira af samfélagsmiðlum.

Um daginn færði ég ákveðin rök fyrir því að tölvupóstur væri að mörgu leiti góður samfélagsmiðill, vissulega skortir hann margt sem fólk á að venjast í samfélagsmiðli, en það er líka margt sem mælir með því að nota bara tölvupóst sem samfélagsmiðil. En hann er vissulega ekki jafn dýnamískur og aðrir samfélagsmiðlar.

En það er annar möguleiki, og það er eitthvað sem Google hefur verið að byggja upp í Google Photos, en með því að búa til myndamöppu sem maður svo deilir með vel völdu fólki sem síðan setja inn myndir af því sem verður á vegi meðlima frá degi til dags, þá er komið lítið samfélag þar sem samskipti fólks fá að vera í forgrunni.

Að þessu öllu saman sögðu, þá er Twitter minn goto samfélagsmiðill. En eins hafa orðið til WhatsApp grúppur með spjalli sem oft á tíðum er innihaldsríkt og gefandi.

(Visited 16 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.