Beta 2 í Q, eitthvað að frétta?

Það er í sjálfusér ekki það einfaldasta að reyna að setja nokkur orð á “blað” um það hvað er nýtt í annarri betu af Android Q, fyrst og fremst vegna þess að það er ekki svo mikið á yfirborðinu sjáanlegt, en þó eitt og annað sem er vert að nefna. Enn sem komið er, eru það aðeins Pixel símarnir sem styðja þessar útgáfur.

Betri hljóðstyrksstillingar, ein af stóru umdeildu breytingunum í Android P var að í stað þriggja hljóðstyrksstilla áður (hringing, media og vekjaraklukka) kom eitt stilli og af/á rofi. Ef maður þurfti að stilla eitthvað sérstakt þá þurfti að fara í frumskóginn af settings. Í Android Q er enn eitt höfuðstilli og af/á rofi, en í stað þess að þvinga notandann í settings frumskóginn er hægt að draga út hljóðstyrksstillið og komast í sértækari stillingar.

Hljóðstyrksstillingar Android Q

Betri bendinga flakk (e. Gesture navigation), í Android P var bætt inn á lokametrunum hálfbökuðu bendinga flakki, sem samt innihélt Android menu hnöppunum. Og þessi útfærsla gerði flakk um tækið óþarflega flókið og klunnalegt. Það var ljóst frá fyrsta degi að það var nauðsynlegt að uppfæra og laga þessa virkni og í þessari betu er búið að fjarlægja tilbaka hnappinn og uppfæra virknina meira í áttina að því sem við sjáum í iOS, þar sem við getum flett á milli appa með því að renna fingrinum yfir heim hnappinn.

Statusbar Q

Það er langt síðan Android notendur fengu að sjá upplýsingar um það sem var að gera á bakvið tjöldin t.d. tónlistarupplýsingar fást með því að draga gardínuna niður og stýrikerfið sýnir þér allt sem er mikilvægt. En í Q er hægt að sjá hversu langt lagið hefur spilast í stað þess að þurfa að opna appið alveg.

Einnig er hægt að stjórna því hvað gerist eftir því í hvaða átt tilkynningu er strokið í burtu. Android er enn ljósárum á undan tilkynningavirkni.

Fyrir nokkrum árum keypti Facebook app sem kallaðist chatheads, það app þróaðist á endanum yfir það sem í dag kallast Facebook messenger, en chatheads var fyrsta appið sem ég veit um sem lét ný skilaboð birtast ofan á öllu öðru sem spjall glugga, þetta er eitthvað mörgum finnst gott en öðrum ekki, í þessari betu er Google farið að bæta þessu inní Android spjallþjónustu á borð við messages og hangouts. Það er ekkert víst að það klikki.

Spjallgluggar.

Næsta beta á að birtast í byrjun Maí. Vonandi fá fleiri tæki stuðning þá. Og að við förum að sjá hvað

Heimild: AndroidAuthority

(Visited 14 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.