Svefnsmellur?

Á ensku er stundum talað um sleeper hit, t.d. bíómynd sem byrjar rólega í bíóunum en verður svo á endanum, einhverra hluta vegna mjög vinsæl. Nýlega kynnti Apple vöru sem ég held að verði mikið slepper hit, ekki vegna þess að hún eigi ekki eftir að seljast í bílförmum strax í upphafi heldur vegna þess hve mikið betri hún verður seinna á árinu.

Apple AirPods er sennilega best heppnaða vara Apple síðan iPhone kom á markaðinn. fyrir nokkrum dögum fengum við að vita allt sem hægt er að vita um Apple AirPods 2019 árgerðina sem eru komni í sölu núna. Ástæða þess að ég held að þetta verði einhverskonar svefnsmellur er tvíþætt, annarsvegar var það hversu hlutlaus kynning Apple á þeim var, en vanalega þegar eitthvað nýtt kemur frá Apple fær það mjög nákvæma kynningu, afhverju þessi leið er betri en einhver önnur, og afhverju fólk ætti að velja þessa vöru framyfir eitthvað annað. Og aftur á hinn bóginn þá varð þessu látlausa kynning til þess að lítið atriði fór næstum því framhjá manni, en það snýr að því að Apple skipti út w1 flögu fyrir h1 flögu.

Þeir sem þekkja til vita að w1 flagan auðveldaði bluethooth pörunarferlið, stytti tengitímann og fleira í þeim dúr, en í grunninn eru AirPods bara Bluetooth heyrnatól. Vissulega eru þeir til sem hafa ekkert gott um þessa w1 flögu að segja, en flestir segja þetta breyta miklu. Nýja H1 flagan á að gera það sama og w1, bara hraðar og betur. En getur verið að hún eigi eftir að þjóna einhverjum tilgangi sem kemur betur í ljós í haust á hefðbundnari búnaðarkynningu Apple? Og að þá fyrst fáum við að vita hversu mikil þróun varð í AirPods á milli árgerða?

(Visited 25 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.