Google Stadia

19 Mars kynnti Google leikjaþjónustu sína undir nafninu Stadia (á víst að berast fram steidía) Hér er Google ekki að kynna eitthvað sem ekki hefur verið til áður, en þeirra nálgun gæti verið sú sem raunverulega virkar.

Í raunveruleikanum er aðeins verið að streyma HD video straumi til viðskiptavinarins og leyfa honum að hafa áhrif á það sem gerist í streyminu eins og að spila tölvuleik á leikjavél í Google Skýinu, þetta er í sjálfu sér ekkert sem ekki hefur verið gert áður. Microsoft er að vinna að sambærilegri nálgun og Amazon líka. Bæði Amazon og Microsoft eru mjög góð í skýjaþjónustum og Microsoft er að auki virkilega gott í framleiðslu tölvuleikja.

Þegar Google kynnti Stadia til leiks á GDC 2019 sýndu þeir leikjaspilun á einhverjum 4-5 mismunandi tækjum, Pixelbook, Pixel 3, PC vél, Pixel Slate þar sem leikurinn var pásaður og spilarinn gat skipt um tæki og haldið áfram þar sem frá var horfið á næsta tæki, allt saman átti þetta Chrome vafrann sameiginlegann (sem er einmitt ástæða þess að engin iOS tæki voru hluti af kynningunni, en Chrome á iOS er eins og allir vita ekkert annað en Safari með Chrome krómi) þetta bendir til þess að Stadia aðgangurinn sé bara Google aðgangurinn okkar.

Sennilega þarf að lágmarki 15Mbits nettengingu til að spila á Stadia, en það ætti ekki að vera erfitt á íslandi, Ljósnet þjónar þessu fullkomlega, ljósleiðaratengingar eru flestar 1Gbit, en þá alltaf 100Mbits. LTE netin okkar eru frábær og gefa aðgang að hundruðum Megabita í bandvídd.

Við getum Chromecastað Stadia…. ef við eigum Chromecast 4K dongle, hinir eru ekki enn sem komið er ekki með. Sama á við um Chromecast built in sjónvörp, þau ráða ekki við þetta.

Undir húddinu kemur hver Stadia instance með 2,7GHz x86 CPU og sérhannað GPU frá AMP sem ræður við 10,7 Gigaflops (sem er meira en Xbox one og Playstation 4 til samans) Controllerinn frá Google, er hvítur, laus við alla tilgerð og króm, allir HID controllerar ættu að virka, meðal annars Xbox Adaptive.

Leikjaspilarar þurfa sennilega að kaupa leikina sína aftur, en mögulega verður hægt að taka leiki í áskrift.

Vegna þess að þetta er allt keyrt í skýinu, ætti Stadia leikjaspilun að fara mjög mjúkum höndum um rafhlöðu farsímanna okkar, ekki fara verr með hana en YouTube spilun. Stadia snýst um Youtube og afl Google í skýjaþjónustu.

Hér erum við að tala um raunverulegt 5G usecase.

Skulum bara vona að þessi þjónusta verði Live á Íslandi frá fyrsta degi.

(Visited 27 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.