Hitt skiptið sem mamma reyndi að drepa pabba minn.

Nokkrir vinir mínir hafa heyrt söguna af hinu skiptinu sem mamma reyndi að drepa pabba minn.

Eitthvert skiptið sem hann átti afmæli, ætlaði hann að gera vel við vinnufélaga sína og gefa þeim köku í tilefni dagins. Það var bökuð þessi glæislega kaka kvöldið áður, og þegar kom að því að fara með hana í vinnuna á afmælisdaginn ætlaði hann að grípa með sér lítinn og sakleysislegann borðhníf til að skera herlegheitin niður á diska handa vinnufélögunum. Þegar móðir rak augun í þennan tíkarlega hníf sagði hún eitthvað á þá leið að það þýddi ekki neitt að nota þennan drasl hníf og rétti honum stærsta og beittasta hnífinn í skúffunni.

Þegar hann svo mætir í vinnuna með tertuna í fanginu og saxið í annarri hendinni, vill ekki betur til en svo að hann rekur tána í þröskuld, dettur á hausinn og fær hnífinn í bólakaf í lærið.

(Visited 54 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.