Það sem ég er spenntur fyrir þann 9. okt.

9. okt næstkomandi mun Google kynna nýja línu af Pixel símum, Pixelbook tölvum og tæki sem hefur líklega fengið nafnið Google Pixel Slate.. Skelfilega langt og óþjált nafn, en vont nafn er víst frekar að verða normið í nafngiftum á tækjum þessa dagana. Þannig að þetta fyrirgefst. En það sem ég er spenntur fyrir er að sjá hvað Google gerir til að herða skrúfurnar á einhverju sem nú þegar er farið að verða virkilegt premium tæki.

Fyrst ber að nefna myndavélina, ársgamall Pixel 2 og Pixel 2XL er enn það tæki sem er með bestu fáanlega myndavél á síma, Samsung og Apple og allir hinir eru að berjast um annað sæti í þessum flokki. Nær Google að taka bestu myndavélina og gera hana enn betri? Stökkið frá Pixel í Pixel 2 var mjög stórt.

Ég hlakka til að sjá hvernig minni síminn lítur út, í fyrra voru tveir aðskildir framleiðendur sem skilaði sér í tveimur ólíkum tækjum, stærri síminn fékk nútímalegri hönnun, minni ramma og fleira í þeim dúr á meðan minni síminn hélt meira af hönnun minni Pixel símans. Ég hlakka til að sjá endurhannaðan Pixel.

Nú þegar er víbrings mótorinn í Pixel sá besti sem við höfum í Android síma, en er enn talsvert lakari en á iPhone. Ég hlakka til að fá betri mótor í tækið, ég veit að þetta er ekki stærsta atriðið, en þegar hingað er komið eru allar umbætur hálfgerður sparðatíningur.

Ég hlakka til að vita fyrir hvað hin “myndavélin” framan á símanum á að gera. Er þetta önnur myndavél, hugsanlega með gleiðari linsu til að bæta það sem nú þegar er besta Bokeh á markaðnu, eða það sem ég vona. Nemi fyrir einhverskonar face id skönnun sem er það góð að hún virkar sem auðkenning á móti greiðslum rafrænum skilríkjum etc, á meðan mér finnst fingrafaraskanninn enn vera frábær leið til að aflæsa síma, sérstklegar þegar hann aftan á símanum. Tækið er jú í vasanum á mér alla jafna og þegar ég er búinn að taka símann upp, er ég um leið búinn að aflæsa honum. sparara míkrósekúndur… en samt. Það er ekki hægt að leyfa Apple að sitja einu að því markaðsefni að vera með eina tækið á markaðnum sem er með nógu gott face id að fólk getur auðkennt greiðslu fyrir vörur og þjónustu með þeirra tæki.

Það viðurkennist að þetta er allt saman sparðatíningur.


(Visited 20 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.