Duplex..

Á Google I/O í vor kynnti Google frumútgáfu af þjónustu sem þir kölluðu Duplex, þetta var sá hluti I/O sem fékk mun meiri athygli en allt annað sem kynnt var á I/O, má segja eðlilega vegna þess hve stórfengleg geta Google á þessu sviði sýndar greindar virtist vera. Vissulega var kynningin aðeins nokkrar sekúndur af mjög ritskoðuðu símtali sem Duplex átti við nokkur fyrirtæki, ferlið var um það bil svona, Google notandi biður Google Assistant um að bóka fyrir sig tíma í klippingu eða borð á veitingastað, möguleikinn á nota þessa tækni til að hringja og ath með opnunartíma á rauðum dögum til að uppfæra í Google Maps var líka nefndur. Eins má alveg segja það líka að demoið var aðeins hljóðuptaka sem var vissulega mjög mikið klippt. Það kom t.d. ekki fram heiti fyrirtækjanna sem hring var og þessháttar (hlutir sem Google sagði að væru til að vernda þessi fyrirtæki og starfsfólk sem tók á móti símtölunum), en þetta var Google aðeins að hnykla vöðvana.

Það þarf ekki að taka það fram að viðtökurnar voru allskonar, allt frá því að vera mjög jákvæðar, þar sem spenningurinn leyndi sér ekki, ég tilheyri t.d. þeim hópi, yfir í eitthvað sem best mætti lýsa sem hlutlausum, dregið í efa að símtalið væri raunverulegt og þessháttar. Það þarf ekki að taka það fram heldur að heilt yfir tilheyrðu þeir sem spenntastir voru notendum og aðdáendum Google, en hinir sem áttu erfiðara með þessa kynningu voru frekar Apple megin í lífinu.

John Gruber var sennilega sá sem átti erfiðast með að samþykkja raunveruleika þessa símtals og í nokkrum færslum dró hann fram það sem honum fannst benda til þess að þetta væri ekki raunverulegt símtal. Hér og hér fyrst og fremst. Það voru nokkrar aðrar, en það skiptir ekki öllu.

Nú hefur Google loksins gert það sem átti að gera strax í upphafi og leyft blaðamönnum og öðrum að taka þátt í slíkri prufu, þar sem þeir leika starfsfólk veitingastaða, ég set hérna inn hlekk á grein Ron Amadeo hjá ArsTechnica, sem var einn þeirra sem fékk boðið um að taka þátt í þessari prufu, einfaldlega vegna þess að hann og síðan hans er eitthvað sem ég tek mikið mark á. Í Greininni lýsir Ron Amadeo því hvernig þetta gekk fyrir sig og hann gengur frá þessari prufu sannfærðari en áður að þessi tækni sé ekki bara raunveruleg, heldur að demoið sem sýnt var á I/O hafi verið raunverulegt.

Það þarf ekki að koma á óvart að þetta nægði ekki til að sannfæra John Gruber.


(Visited 19 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.