Vika með Pixelbuds

Þetta kemur mjög seint, en betra er seint en aldrei.

Nýlega eignaðist ég headfóna frá Google, sem heita Pixelbuds, já nafnið er ekki gott, en þetta eru Bluethooth headfónar sem notast við útgáfu 4.2 af Bluetooth staðlinum. Í stuttu máli sagt hafa þessir headfónar komið mér skemmtilega á óvart og það má segja að þeir hafi leyst ákveðið vandamál sem sneri að eihverju sem má kalla hversdags hlustun. Þegar Google tók þá ákvörðun að fjarlægja 3,5mm jack tengið sem er að mínu áliti algerlega óþolandi. En með þessum headfónum er það vandamál að hluta til leyst amk, þeir styðja hraðpörun, en síminn sem notaður er, þarf eðli málsins samkvæmt að styða slíkt líka. Og hefur Google farið þá leið að notast frekar við opna staðla í stað þess að þróa sérstaka flögu til að sjá um pörunarferlið. Það er síðan bara smekksatriði hvor leiðin er betri.

Frum uppsetning Pixelbuds er mjög þægileg, boxið er einfaldlega opnað, miðarnir teknir af hleðslusnertum og Google mælir með að hlaða þau í 20mín áður en þau eru pöruð við símann. Síðan er bara kveikt á bluetooth á símanum, ég er með Pixel 2XL, þegar headfónarnir eru teknir úr hleðsludokkunni lætur síminn einfaldlega vita að hann hafi orðið var við Pixelbuds og hvort það eigi að para þau við símann. Voila! á 5 sek er komin tenging við Pixelbuds.

Þeir passa ágætlega í eyru, en fyrir mig er það mjög oft að ég fæ það á tilfinninguna með  svona í-eyra headfóna að þeir séu alveg að detta úr eyranu á mér. En það hefur ekki gerst, mögulega vegna þess að ég er enn að fikta í þeim. Einangrun á umhverfishljóðum er ekki góð en það er ekki hægt að búast við því endilega með svona headfóna. Hljómurinn er merkilega góður, hljómurinn er tær og hægt að hækka vel, oftast er ég með þá stillta á 40-50% styrk og það er feykinóg. Mjög óvanalegt, en fyrri headfóna þurfti ég oftast að vera með í botni.

Hleðslan endist merkilega vel, ein hleðsla dugir mér í heilan vinnudag, en ekki mikið meira en það, og boxið nær að hlaða þá á ca 20 – 25 mín.

Google assistant hefur reynst mjög vel í þessari takmörkuðu prófun, ef maður fellur ekki í þann hóp sem ég er í að finnast það hálf kjánalegt að tala ensku við tækið sitt. Þyrfti kanski að prófa eitthvað af öðrum tungumálum sem hann styður nú þegar.

Ég hef ekki lent í þeim vandamálum sem margir hafa lent í, missa samband eða slíkt. Heilt yfir fá þessir headfónar mín bestu meðmæli, en ég get líka viðurkennt að ég hef takmarkaða reynslu af sambærilegum headfónum. En sem frumraun Google í þessum fræðum eru Pixelbuds frábært tæki.


(Visited 16 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.