Af kaffihúsum.. Ekki alveg nýjum.

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mikinn áhuga á kaffi, ég drekk mikið af kaffi á hverjm degi, en ekki nóg með það, heldur er ekki alveg sama hvaða kaffi ég drekk. Vissulega er ég frekar óldskúl þegar kemur að því að hella uppá heima hjá mér, og finnst vel vön Mokka kanna frá Bialetti gefa mér jafnbesta bollann alltaf…. Þetta er umdeilt, og ég viðurkenni það fúslega, er ekki algerlega alheimsskoðun.

En allavega, ég hef lengi talað fyrir miðstéttarvæðingu Laugardalsins, það felur í sér frekari kaffihúsavæðingu, og fleira í þeim dúr, nýjasta kaffihús svæðisins er í húsnæði sem áður hýsti Verðlistann, þetta er náttúrulega ekki nýjar fréttir þar sem rúmlega ár er síðan Kaffi Laugalækur opnaði, en það breytir því samt ekki að Pallett hefur hér fengið verulega öfluga samkeppni í gæðum á kaffi og minn ekta tvöfaldi Espresso Macchiato verður ekki mikið betri en á þessum stöðum, það er bara svo mikið styttra fyrir mig að fara í Laugalækinn. Ekki spillir að maturinn á Kaffi Laugalæk er mjög góður, á sanngjörnu verði. Andrúmsloft staðarins er frábært og honum hefur mér vitanlega verið tekið opnum örmum af öllum íbúum hverfisins.

Meira svona, það gerir lífið svo mikið skemmtilegra.

(Visited 38 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar