Kaffi og meððví…

Áskær eiginkona mín gaf mér einhverja þá bestu jólagjöf sem ég hef fengið, og það er svo sannarlega gjöfin sem heldur áfram að gefa. AeroPress kaffi pressa, fyrir þá sem ekki vita, þá er ég ákveðinn kaffipervert og þarna er komin mjög góð nálgun fyrir þá sem vilja fá gott kaffi á fljótlegan og einfaldan hátt. Á einfaldan fljótlegan hátt er hægt að fá frábærann bolla af kaffi. Mæli með þessu. Flóknir og duldir núanasar í kaffinu fá að njóta sín með þessari aðferð, það er að segja ef þú hefur ekki aðgang að nokkur hundruð þúsund króna espressó vél. Hér er góður meðalvegur fyrir áhugamanninn.


(Visited 20 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.