Af höfuðtólum…

Smá disclaimer til að byrja með…. Ég er einn þeirra sem á síma sem ekki hefur headfóna tengi, og ég hata það. Ég þoli ekki að ég geti ekki bara keypt þá headfóna sem mig langar í og notað þá með tækinu sem ég vel mér að eiga.

Að þessu sögðu þá hefur Google gert mér þann óleik að framleiða síma, sem á flesta mælikvarða er frábært tæki, með bestu myndavélina frábært stýrikerfi og svo framveigis, en með þann leiða galla að ég þarf að notast við einhverskonar dongle (má kalla það breytistykki?) ef ég vil nota snúraða headfóna. Bluetooth er vissulega valmöguleiki, en einhvernvegin finnst mér það alltaf vera alveg að verða frábært, en hefur ekki enn náð þeim stalli. Apple sýndi öllum hvernig á að gera þetta, þeir kynntu til sögunnar W1 flögu sem sér um pörunarferlið á milli AirPods og iPhone og fjarlægir amk hluta af leiðindum við Bluetooth.

Google vill nota aðra leið til að ná sömu niðurstöðu, en enn eru fáir framleiðendur Bluetooth headfóna sem taka þátt. Því er áhugavert fyrir mig, að sjá ERL, þar eru komnir þráðlausir headfónar sem gefa loforð um eitthvað meira en er í boði í dag á Android, verður gaman að sjá hvernig þeir reynast í raun. Fyrstu sendingar eiga að fara í loftið í febrúar.


(Visited 25 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.