meira af Pixelbók

Ég minntist á vefvæðingu CAD lausna í fyrri pistli og hvernig sú þróun myndi hjálpa að færa Pixelbók úr 90% tölvu í 100% Onshape er slík þróun sem gaman verður að fylgjast með í náinni framtíð. Hér er komin fullvaxin CAD lausn í áskrift sem gerir fyrirtækjum kleyft að sníða sér stakk eftir vexti (nei ég er ekki á prósentum)

Öll þróun í þessa átt þar sem notandinn hefur yfir að ráða fullþroskuðum vafra og vafrinn er glugginn að öllu er að mínu mati til góðs, kveðja langt og sárskaukafullt yfirgangstímabil þegar verið að skipta um vél, eitt lykilorð og þú ert kominn í þitt vinnu umhverfi með þínum stillingum og uppsetningu. Ljómandi alveg hreint.

Eftir því sem ég notast við þetta umhverfi meira, átta ég mig á kostum þess og göllum, en ég er heillaður. Þróun á nettengingum, og skýjalausnum gerir það að verkum að innan skamms verður Pixelbókin mín mögulega 100% vél.

(Visited 27 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar