Elmar og Pixelbókin.

Formáli..

Í mörg ár hef ég verið áhugamaður um chromebækur, ég hef skoða, flett og hugsað. Fram og til baka hef ég velt þessari lausn fyrir mér sem minni persónulegu heimilis/ferðavél. Aldrei lét ég verða af því að kaupa slíka vél, mögulega vegna þess að vinnan mín hefur alltaf lagt mér til frábært tæki sem ég hef getað nýtt mér heima líka. Mögulega vegna þess að mér gekk illa að sannfæra sjálfan mig um að þetta nýttist mér heima.

Að þessu öllu saman sögðu þá sit ég hér með það sem sagt er vera rollsinn í chromebókum, ég er ss. stoltur handhafi hinnar einu sönnu Pixelbook frá Google.

Grundvallar atriði, við erum að tala um minnstu Pixelbókina, þ.e.a.s. þær eru jú allar í sama rammanum, en þetta er samt minnsta týpan, hún er með 7. kynslóðar i5 örgjörfa frá Intel, hún er með 8GB í vinnlsuminni og 128GB í geymslupláss. gefnir eru upp 10 tímar í rafhlöðu endingu en það er ekki nema í besta falli óskhyggja, ef ég er mjög sanngjarn erum við að tala um 8 tíma, sennilega ekki nema 7 ef ég ætla að gera eitthvað að ráði af því að glápa á Netflix t.d.

Skjárinn er frábær upplausnin 2400×1600 á 12,3 tommu skjá, það gefur okkur 235pixla á tommu, aðeins undarleg skölun á skjánum en ekkert sem stingur í augun, lyklaborðið mjög gott… ekki Lenovo gott, en allt að því, ég gat amk fært mig yfir á þetta lyklaborð og farið að skrifa án mikilla vandræða, fyrir einhvern sem er vanur frekar “djúpum” lyklaborðum, þá er þetta merkilega fínt. Músin er frábær, margfalt betri en músin á Lenovo fartölvum (til að vera alveg sanngjarn er sú mús alltaf drasl) og mér er sagt að þetta jafnist á við það sem Apple er að gera á macbookunum sínum.

Allt þetta kemur í ramma sem er rétt rúmlega 1 cm á þykkt, 29cm á lengd og 22cm á breiddina og ekki nema 1,1 kg á þyngd. Með Pixel 2XL símanum vinnur þetta tæki frábærlega. Verður að segjast. Þegar hún missir WiFi óskar hún strax eftir mobile hotspot á símanum, þar sem hún tengist án nokkurra vandræða.

Að kveikja á svona vél er unaður, sjá hana ræsa á 5 sek, og slökkva á skemmri tíma er eitthvað sem windows notandinn ég á ekki að venjast.

Eftir hafa keyrt á þessari vél í rétt rúma viku hef ég komist að því að þetta tæki er fyrir mig ca 85% vél, hún leysir megnið af þörfum mínum, en þó ekki allt, sér í lagi starfsemi innan fyrirtækja þar sem Microsoft lausnir eru allsráðandi. En þó með meiri vefvæðingu forrita eins og t.d. þá nálgast það hægt og rólega. Til að mynda eru CAD lausnir hægt og rólega að þróast yfir í einhversskonar veflausn. Því má segja að það sé aðeins tímaspursmál hvenær þetta er 100% vél fyrir einhvern eins og mig.

Heilt yfir þá er ég mjög ánægður með tækið, build quality er í Apple gæðum, það má alveg hafa skoðun á hönnuninni en mér finnst hún falleg á sinn mjög svo iðnvæddann hátt, svona eins og Pixel símarnir. Google augljóslega komnir með eitthvað brand í hönnun þarna.


(Visited 22 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.