Podcöst… (hlaðvarp virkar líka)

Það er vel þekkt staðreynd að ég er Podcast áhugamaður, ég er með nokkuð breiða flóru af podcöstum sem ég hleð niður og hlusta á eftir færi… Ég læt það fylgja með hér að ég notast við app sem heitir PocketCasts frá snillinginum í ShiftyJelly í Ástralíu, alveg hreint eðal app sem býður uppá hlustun í vafra líka og sync á milli tækja þannig að ég hætti að hlusta í símanum og byrja í vafra frá þeim stað sem ég hætti í símanu, það er u vissulega mörg önnur öpp sem bjóða uppá þessa virkni en þetta er það sem ég nota.

En allavega, ég er eins og allir aðrir hlusta á Veru Illuadóttur í þættinum Í ljósi Sögunnar á RÚV algert hnossgæti þar á ferð, þó ekki sé endilega um hefðbundið podcast að ræða, af sama meiði eru þættirnir Hardcore History frá Dan Carlin, aftur erum við að tala um hnossgæti. Dan Carlin er með annað podcast sem kallast common sense þar sem hann greinir atburði líðandi stundar í bandarískri pólitík og mjög áhugavert að fá hans take á það sem er að gerast. Hlaðvarp Kjarnans er frábær þjóstusta með fullt af áhugaverðu efni. Hæst ber að nefna fjóra þætti sem ég hlusta alltaf á, stundum oftar en einusinni, en það eru Hismið, Tæknivarpið, Kvikan og Aðförin. En í reynd má fullyrða að hver og einn getur fundið efni við hæfi á Hlaðvarpi Kjarnans, frábær þjónusta sem ber að hampa við hvert tækifæri. Ég er áskrifandi af tveimur (reyndar aðeins einu núna) podcöstum frá The Verge, en þar erum við að tala um The Vergecast, sem Nilay Patel stjórnar og Ctlr-Walt-Del sem er hættur, vegna þess að Walt Mossberg fór á eftirlaun, en þar var stórkostlega skemmtilegt podcast með áðurnefndum Nilay Patel og Walt Mossberg, stórkostlega skemmtilegur þáttur. Engadget er líka með skemmtileg podcast, þó að það sé mjög óreglulegt í birtingu, en það kemur þegar það kemur. Íslandsvinurinn Myriam Joire er komin af stað með nýtt podcast sem mér finnst mjög skemmtilegt, en ég hef lengi haft gaman af henni og skrifum hennar. My Dad Wrote a Porno er fyndnast podcast sem ég hef rekist á, frábært stöff þar sem þrír vinir koma saman og lesa kafla úr erótískum bókum sem pabbi eins þeirra hefur skrifað í hjáverkum. Fyndnast á internetinu, ég lofa. Twit er með heilan helling af þáttum sem allir eru frábærlega unnir, ég hlusta á tvo, annars vegar erum við að tala um All about Android, sem er vikulegt podcast um allt sem er að gerast í Android heiminum, gæðin hér eru misjöfn, oftast mjög áhugavert, en það er einmitt kosturinn við að hlusta á podcöst að ef eitthvað er ekki áhugavert, þá bara skippar maður. En ég hlusta líka á This week in Google, sem þrátt fyrir nafnið fjallar eiginlega um allt milli himins og jarðar í tech heiminum. En Twit er með mjög breiða og djúpa efnisskrá, ég bendi ykkur bara á sarpinn þeirra, það er hellingur þarna. Serial var frábært stöff, sérstaklega fyrsta sería sem fjallar um morð sem framið var í Baltimore og þegar farið er að grafast fyrir um morðið virðist ekki allt vera með felldu. Shittown er síðan afsprengi Serial. Fyrsta og hugsanlega eina serían af þessu podcast rúllaði mjög ljúft í gegn, Kop.is er með alveg dásamlegt podcast fyrir Liverpool áhangendur, og aðra. Hlustið bara, þetta er frábært stöff.

Hér stikla ég á stóru, yfir það sem ég hlusta á, og finnst að ég megi ekki missa af, til að komast yfir þetta, þá hlusta ég á hraðanum 1,4 á þeim hraða þá hljómar fólk aðeins eins og því sé mjög mikið niðri fyrir, án þess að við séum að tala um Mikka Mús syndrome. tekur ekki nema nokkrar mínútur að venjast þessu, en þegar ég dett síðan niður í eðlilegann hraða, þá finnst mér alltaf eins og fólkið sé drukkið og hálf drafandi,

(Visited 80 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar