Af WiFi og öðrum tilraunum

Til að byrja með, þá er best að segja frá því að þessi færsla fékk innblástur frá Lappara.com og sögunni af því hvernig hann lagaði þráðlausa netið sitt með Unifi sem er þráðlaus búnaður frá fyrirtæki sem heitir Ubiquiti. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég haft mikinn áhuga á jafnari og stöðugri framistöðu á þráðlausa netinu hjá mér. Ég er einn fárra sem get ekki endilega kvartað yfir framistöðu Technicolor búnaðarins sem ég fékk frá ISPanum mínum en hún var gloppótt. Eitt herbergi í hörmulegu WiFi sambandi á meðan önnur voru í góðu til sæmilegu sambandi. Þetta hörmulega var leyst á mjög hakkaðann hátt, þar sem ég fékk mér PowerLine adapter með WiFi sendi sem framlengdi þráðlausa netinu inní það herbergi. Sú lausn virkaði stundum ágætlega, sjaldan vel og óþægilega oft, illa. Ég vissi það þegar ég setti þetta upp að þetta yrði aldrei gott en skortur á ethernet lögnum í húsinu mínu gerði það að verkum að þetta var það besta sem hægt var að fara útí með litlum tilkostnaði og lágmarks veseni.

Það var þetta vesen, skortur á lögnum og blettótt WiFi í íbúðinni minni, sem gerði það að verkum að mig langaði að skoða einhverskonar mesh lausn og á undanförnum árum hafa margar slíkar komið. Eero, Orbi frá Netgear, Amplifi og nú síðast Google WiFi til að nefna nokkur. Miðað við lesefnið sem í boði er þá er það nokkuð ljóst að gróskan á þessu sviði er mikil, en einnig virðist eftirspurn eftir góðu þráðlausu neti vera mjög mikil. Og ef ég tek mið af eigin reynslu og upplifun þá vil ég bara kveikja á tækinu mínu og það er nettengt, ég nenni ekki að hlaupa á milli tengipunkta með snúrur til að nettengja mig. Staðan er sú heima hjá mér að ég er með 10-15 tæki nettengd og aðeins tvö þeirra eru vírað, set top box frá Símanum og ein RaspberryPi vél sem keyrir Kodi.

Að endingu þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég fengi mestan hvell fyrir krónuna mína væri að velja Access Punkta sem Google sendi frá sér í október síðastliðnum sem heita Google WiFi. Daginn sem þeir komu með heimsendingu frá Amazon var ég búinn að hreinsa dagskrána um kvöldið til að skemmta mér við uppsetningu. Uppsetningin fór þannig fram að ég þurfti að sækja app í símann minn og nota það í framhaldinu. Í gegnum appið er hægt að gera allar basic stillignar, ssid, kóðun og lykil. PPPoE auðkenningu etc. Í heildina tók þessi uppsetning nákvæmlega 10 mín. Og þá reikna ég með tímann sem fór í að sökkva á WiFi sendinum í Technicolor routernum mínum. Enn sem komið er, get ég ekki losað mig alveg við Technicolor routerinn, en það er vegna þess að ISPinn minn afhendir mér Internetið mitt VLAN taggað sem Google WiFi routerinn minn skilur ekki. Ég þarf því að vera með nokkuð gáfaðann skipti til að taka þá merkingu af tengingunni minni. Eins er enn tengdur heimasími á mínum heimili og er hann tekinn á POTS útgangi á Technicolor routernum mínum, en bráðlega verður hægt að fá ONTu frá Mílu með slíkum útgangi sem leysir amk þann hluta vandans.

Allt í allt, þá er mín reynsla með Google WiFi mjög góð enn sem komið er, vissulega má halda því til haga að ég er ekki að sjá sama hámarkshraða á þráðlausa netinu mínu og áður, mæling á SpeedTest.net gaf mér áður 260-270Mbits upp og niður, en í dag er ég að sjá 180-200Mbits niður en meira en 200Mbits upp. Munurinn liggur í því hversu jafn WiFiið mitt er í afkostum, öll íbúðin dekkuð með jafn góðu þráðlausu neti. Uppsetningin var einföld og Access punktarnir eru þannig útlítandi að það stingur ekki í augun að neinu marki. Og innanhússarkitektinn á heimilinu tekur þá í sátt.

Ekki er hægt að tengjast kerfinu í gegnum hefðbundna heimasíðu eins og hefðbundið er á t.d. Technicolor routernum mínum. Heldur fer stýring aðeins fram í geginum app. En porta opnanir, breytingar á DNS þjónum og slíkar aðgerðir eru mjög einfaldar í framkvæmd.


(Visited 67 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.