Vonbrigði

Ég er mikill áhugamaður um lestur, og les mikið. Undanfarin ár hefur þessi lestur færst mikið í stafrænt form. Þó svo að það sé ekki jafn gaman að sitja með rafbók og hefbundna bók. En sérstaklega þegar verið er að ferðast þá er þetta form einfaldlega heppilegra. Eins verður að segjast eins og er að verð spilar mikið inní, nema þegar kemur að íslenskum bókum, þar sem rafræna útgáfan kostar alla jafna jafn mikið og innbunda útgáfan, þetta er eitthvað sem ég á bágt með að skilja. Það er þessvegna sem lestur minn hefur færst mikið yfir í enskar bækur frá þeim íslensku, sem mér þykir miður.

(Visited 27 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar