30 daga áskorun…

Já nei, ég veit að ég mun ekki standast þessa áskorun. En það er samt alltaf gaman að reyna, áskorunin felst semsagt í því að reyna eftir fremsta megni að skrifa daglega hugleiðingu hér inn.

Ég á mér mitt “heróín” sem er podcast hlustun, lengi vel var lítið um gott stöff á íslensku þó að alvarpið hafi verið að sinna þessu nokkuð vel og þar inni er besta podcast sem flutt er á íslensku, hefnendurnir. Ég gerðist áskrifandi á alvarpinu til að hlusta á Simon.is podcastið og datt þaðan inní Hefnendurna. Ég hlusta á The Verge, AndroidCentral og nýlega Serial, Spegillinn fær sinn sess sem og ThisWeekInGoogle. Kjarninn.is hefur síðan tekið sig til og býður uppá flóru af frábæru efni. Eitthvað fyrir alla. Niðurstaðan er sú að hið talaða orð er langt í frá dautt, miðillinn breytist aðeins, en framleiðslan á þessu efni er vönduð og efnistökin áhugaverð.

Þetta áhugamál var erfitt á meðan podcast spilarinn minn var ekki með vefviðmót, en síðan PocketCasts bætti við vefviðmóti hef ég getað sinnt þessu betur, fátt betra en að vera með eitthvað í eyrunum í vinnunni.

(Visited 52 times, 1 visits today)

1 comments On 30 daga áskorun…

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar