Hann Júlíus.

Við hjónaleysin í G22 fórum að baka brauð nýlega, það hófst á því að búa til grunnsúr til að baka úr, sú aðgerð er til þess að gera frekar einföld, kostar aðeins smá tíma, dagur 1, 150gr rúgmjöl blandað við 150 gr vatn, látið standa yfir nótt í stofuhita. Dagur 2, 150 gr rúgmöl og 150 gr vatn bætt við, hrært vel saman og látið standa í stofu hita yfir nótt. Dagur 3. bæta við 100 gr, rúgmjöl og 150 gr vatn, látið standa yfir nótt í stofu hita. Að þessu loknu er komin þessi líka fína prumpulykt og líf og fjör í dallinum. Það er mikilvægt að hafa það í huga að notast ekki við stál ílát þegar unnið er með súrdeig, ekki nema rétt í hnoðuninni.

Þegar hér er komið við sögu má fara að leika sér, taka 150-200 gr súrdeig og geyma í ískáp, það má henda restinni, þetta veldur bara vandræðum. Til að hægt sé að fara að baka brauð þarf að byrja á að fóðra hann Júlíus, ég skírði súrinn minn Júlíus sökum þess hvað kynjahlutföllin eru mér í óhag á G22, með 100 gr rúgmjöl og 100 gr vatn og láta standa í stofu hita yfir nótt. Síðan um morgunin er honum Júlíusi skipt í tvennt og seinni helmingurinn geymdur í ískáp.

Súrinn sem tekinn er af er blandaður við hvað það hveiti eða korn sem hugurinn girnist.

 

það má t.d. bæta við hann 300 gr hveiti, fylla upp í 400 gr þurrefni, með spelti, fræjum og því sem huginn girnist. Þá er 200 gr súr bætt útí og hnoðað vel og lengi í hrærivél, þegar það hefur hnoðast dágóða stund má smella smá salti útí, ca. 11 gr og hnoða áfram.

Þegar hér er komið við sögu má fara að henda deiginu í bökunarform og láta hefast yfir daginn (eða nótt eftir því á hvaða tíma maður er), okkur finnst gott að setja bökunarpappír í formið til að deigið hefist sem best, eins er um að gera að dreifa fræjum, byggi eða einhverju öðru kornmeti yfir. Um kvöldið (eða að morgni næsta dags) þarf að hita ofninn í 250 gr, aðeins að spreyja vatni yfir hefað deigið rétt áður en því er skellt inní ofninn svona til að mynda þétta og flotta skorpu, og skella deiginu í ofninn. Lækka í 220 gr eftir 5 mín. Heildartími í ofninum er ca. 30 mín, annars fer ekkert á milli mála hvort súrdeigsbrauð sé tilbúið þegar bankað er létt í botninn á því, þá kemur svona holur hljómur ef brauðið er tilbúið.  Brauðið sett uppá kæligrind í 30-45 mín áður en það er borðað.

Nú kann þetta allt saman að hljóma eins og mikil vinna, en það er það í raun ekki, þetta er mest allt saman tími sem fer í að biða, það má vel gera eitthvað annað á meðan…

Góða skemmtun.

(Visited 29 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar