Þegar ég er kominn með uppi kok á einhverju helv. tæki og brölti því tengdu og fer að snúa mér alfarið að minni heittelskuðu Moleskine bók kemur í sölu tæki sem ég er hreinlega slefandi af þrá eftir, kanski ekki í orðisins fyllstu en svona nærri því. Google kemur Nexus 7 á markað, spjaldtölvan sem hefur að mínu mati rétta formfactorinn fyrir mig, 10″ skjár iPadsins er fyrir minn smekk of stór, tækið of stórt og þungt til að teljast alvöru mobile tæki. Þetta segi ég vitandi það að ég á ekki slíkt tól, þetta er bara það sem ég fæ á tilfinninguna við að handleika iPad eða sambærilegt Android tæki eins og Samsung Galaxy Tab 10.1, fullkomið tæki til að hafa heima og browsa og lesa, en ekki aveg rétta tólið fyrir ferðalagið og/eða bílinn. Tölvan mín er jú alltaf heima og yfirleitt í gangi, þannig að þörfin á svona tablett er í lágmarki.
En þá er komið að 7″ græjunni frá Google, Nexus 7 er fyrir minn smekk hin fullkomna stærð til að grípa með sér útúr húsi, fyrir mann eins og mig sem er alltaf með tösku þá væri þetta ákkúrat alltaf með, svo spillir verðið ekki fyrir, en $200.- eða $250 fyrir 16GB útgáfuna er verulega kynæsandi verðmiði. En þá er komið að general availability á íslandi, buy.is gefur mér kost á 50.000.- – 60.000.- er bara einfaldlega of mikið fyrir minn smekk til að gefa fyrir þetta tæki. Sjáum til, en hérna í Þýskalandi er þetta tæki ekki enn komið á markað þó ætlað verð sé €200.-.
Annars er ég líka byrjaður á síðasta kaflanum í þríleik Carlos Ruíz Zafón, Prisoner of Heaven. Hún er lokakafli Shadow of the wind og Angels Game, þríleikurinn er svolítið skemmtilega settur upp, þ.e.a.s. að það er alveg sama á hvaða bók er byrjað, þetta virkar allt saman, hinar tvær bækurnar hef ég klárað á 4-5 kvöldum, sýnist á öllu að þetta verði eitthvað svipað.
Það er gott að vera í fríi…