Þau hafa örugglega búið í útlöndum…..

……… sagði yndæl kona sem varð á vegi okkar seinnipartinn í gær, ástæðan var sennilega piknikkið sem við tókum með okkur í Laugardalinn, herramanns máltíð, Spaghetti Bolognese ala elmarinn, klikkaði reyndar á parmesan ostinum, en það verður að hafa það. Bolognese kjötsósan mín er fyrir löngu orðin heimsfræg, og hvað er betra en að deila svoleiðis lystisemdum?

Vissulega er það sennilega langt frá því að vera daglegt brauð að fólk mæti í Laugardalinn, dúki upp borð og skelli á það heilli máltíð. En það hefur ekkert með það að gera að eitthvert okkar hafi búið í útlöndum eða sé útlenskt for that matter. Það er meira kanski svo að það er fátt skemmtilegra en að bjóða góðum vinum í mat, nema að það sé gert undir beru lofti og eins og veðrið var í gær gat ég ekki hugsað mér að borða inni. Laugardalurinn er paradís sem ekki alltof margir nota, nema þá helst til að stunda einhversskonar líkamsrækt, en þarna eru staðir þar sem hægt er að fá að vera friði fyrir öllu og öllum. Og á góðviðrisdögum eins og í gær er um að gera að bjóða góðum vinum í mat undir beru lofti. Í gær gátum við setið til tæplega tíu, borðað og spilað kubb, þetta væri eitthvað sem allir ættu að prófa á hverju sumri. Pikknikk í Laugdalnum….


(Visited 16 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.