Hressandi.

Ég veit ekki með ykkur lesendur góðir, en mér þykir alltaf gaman að koma í Leifsstöð, sérstaklega eldsnemma á morgnana. Svona rétt þegar maður finnur flugstöðina lifna við. Í morgun klukkan alltof snemma fór ég með tengdamóður mína í flug til Munchen, það er vissulega leiðinlegt að sjá hana fara heim, en að sama skapi var gaman að Ísland skyldi kveðja hana með svona fallegu veðri í morgun sárið. Nú fer að styttast í mitt eigið flug til Munchen.

Svona flugferðir eru eitthvað sem ég heint út sagt elska, að mæta eldsnemma um morgun í Flugstöð Leif Eiríkssonar, fá sér kaffi og brauðmeti, glugga í bók og horfa í kringum sig, mér finnst ég sjaldan vera meira lifandi. Ég hef verið að spara mér Brakið eftir hana Yrsu til að lesa í sumarfríinu, nú fer að koma að því að ég geti leyft mér að brjóta bakið á henni.

Það stefnir í 4 vikna ferð til Munchen í sumar og þar af kanski viku á ferðalagi um Austurríki og kanski aðeins til Sviss líka, ferðafrelsi með ESB aðild á diskinn minn. Það er notalegt að geta um frjálst höfuð strokið, gleymum því ekki.

(Visited 35 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar