IBU

IBU er alþjóðleg mælieining, kanski ekki sú þekktasta, en mikilvæg engu að síður, skammstöfunin stendur fyrir International Bitterness Unit og mælir biturleika í bjór. Vissulega er það svo að imperial stout með 50 í IBU getur bragðast minna bitur en English Bitter með 30 í IBU, en það er kanksi frekar vegna þess hve mikið meira malt er í þeim fyrrnefnda. BorgBrugghús framleiðir uppáhalds bjórinn minn þessa dagana, reyndar virðist þeim vera fyrirmunað að slá feilpúst, en Úlfur er alveg hreint stórkostlega góður bjór. Ég þess fullviss að bruggmeistarinn þeirra var með Þeysarana á fullu þegar hann var að vinna þennan eðaldrykk. Það er svona álíka mikil gredda í bjórnum og laginu.

(Visited 36 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar