Norður Atlantshafsmeistari

Þegar ég bjó heima á Hornafirði fór óhemju mikill tími í spil, á þeim vinnustöðum sem ég vann á voru mörg spil spiluð, Kani, Vist, Hornafjarðar-manni, Togara berta til að nefna nokkur, og það sem ég náði mestum árangi í. Kasína. Í Smugunni á Andey, varð ég til að mynda norður Atlantshafsmeistari í Kasínu.

Kasína er gott og skemmtilegt tveggja manna spil, spil sem reynir aðeins að reikningsgetu og fleira sem öllum er hollt að reyna á af og til. Fyrir þá sem áhuga hafa er reglurnar eftirfarandi.

Gjöfin er fjögur spil til mótherja, fjögur með andlitið upp í borð og fjögur til gjafara, gefin tvö spil í einu. En síðan bara á spilarana eftir fyrstu gjöf.

Talnaspilin hafa sín gildi en mann spilin gilda eftirfarandi, ás hefur gildið 1 og 14, kóngur 13, drottning 12 og gosi 11. Spilið snýst um að byggja sér einingar sem spilari hefur á hendi, hafi hann t.d. kóng á hendi getur hann smíðað sér kóng í borði, 6+7 (eða drottning + ás )=13=kóngur, og hann má byggja þennan kóng eins oft og hann vill, en með byggingu í borði verður hann að taka hana geti hann ekki haldið byggingunni áfram. Svona gegnur spilið þangað til stokkurinn er búinn, þá eru stigin reiknuð.

Stigin eru eftirfarandi:

Stóra Kasína (tígul tía) gefur 5 stig.

Litla Kasína (spaða tvistur) 2 stig.

Hver ás gefur 1 stig, samtals 4 stig.

Meirihluti spila eftir að umferð lýkur (þ.e.a.s meira en 26 spil) gefur 1 stig. Séu báðir spilarar með 26 spil, dettur þetta stig niður.

Meirihluti Spaða eftir að umferp lýkur gefur 1 sig.

Síðasti slagur í umferð gefur 1 stig.

Nái spilari að hreinsa borðið fær hann svokallaðann svipp, sem gefur 1 stig, en þó er ekki hægt að vinna spilið með svippum, sé spilari með svipp og mótherji “svippar” skilar spilari sínum svipp áður, sá vinnur sem fyrstur nær 21 stigi.

(Visited 248 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar