Jebb, í Ágúst 2017, uppfærði ég listann af símum sem ég hef rokkað í gegnum tíðina, Ég var kominn Pixel vagninn, “OG” Pixel XL var í höndunum á mér, ég hef ekki yfirgefið Pixel síðan, nema til að leika mér.
Ég er ss. kominn með Pixel 10 Pro XL, hann er tíundi Pixel síminn minn, ég er kominn í 35 síma á 31 ári, sem gerir rúmlega 1,29 síma á ári. Það er ca respectable held ég. En til að telja þá upp, þá kom Pixel 2 XL, Pixel 3XL, Pixel 4XL, Pixel 5, Pixel 6 pro, Pixel 7 pro, Pixel 8 pro og meiriháttar reboot í Pixel 9 pro XL, hvert og eitt tæki fram að 9 pro XL, var gallað meistarastykki, Pixcel 3 með það risavaxnasta “notch” sem sögur fara af, var eiginlega baðkar, Pixel 4, hvítur með appelsínugulum takka og lidar myndavél fyrir andlitsskönnun ala Face ID frá Apple, 5 var yndislegur dýr budget sími, 6 Pro sem ofhitnaði en bjó til ný viðmið í farsímaljósmyndun, eins og allir hinir Pixel símarnir á undan honum. Og svo mætti lengi telja.
En ofan á þessa 35 síma, þá hef ég fiktað með iPhone 13, sem var vonbrigði, build quality sem Apple á að vera með á lás var ekki frábært, stýrikerfið iOS fannst mér óþjált og staðnað, myndavélin undir meðallagi en onboarding var þægilegt, skjárinn ágætur og rafhlöðuending góð. Ég hef leikið mér með allar “a” týpur Pixel, sem eru svona budget útgáfur af þessum frábæru símum, kanski 80% af því sem þú færð með Pro símanum fyrir 50% af verðinu eða innan við það. Stórbrotin nálgun.
Það er skemmst frá því að segja að núverandi Pixel 10 Pro XL er besti sími sem ég hef átt, og kemst nærri því að vera sá fallegasti líka. Enginn þeirra rokkar á borð við Nokia 8850, en samt er þetta ólíku saman að jafna.
Núna þegar tæknin sem breytti heiminum og lífi mínu er að kveðja er kominn tími til að spyrja sig, er kominn tími til að róa sig aðeins? Nú veit ég að næsta útgáfa Pixel kemur með nýju módemi sem ég hlakka mikið til að leika mér með, svo sennilega og mjög líklega uppfæri ég amk árið 2026. En hvað svo?
Ætti ég að róa mig? Ég veit ekki.