Það vita það allir sem vilja vita að ég er sérlega mikill áhugamaður um farsíma og farsímatækni. Ég hef farnetarekstur að starfi sem er ákveðið draumastarf. Núna er tæplega 32 ára ástarsambandi mínu við GSM tæknina að ljúka, eitt af öðrum eru farsímafyrirtæki landsins að loka fyrir notkun á GSM og endurnýta tíðni fyrir nýrri tækni.
Þetta er mikill áfangi, og fær mig til að hugsa til baka yfir þau símtæki sem ég hef átt og elskað í gegnum tíðina. Spurning hvort það sé ekki kominn tími á refresh á þeirri færslu? Kemur sennilega síðar.
Þangað til, þá hellum við einum niður fyrir GSM, þú sannarlega breyttir heiminum, gerðir samskipti raunverulega mobile, gafst öllum færi á að eignast slíkt tæki og hafa hjá sér. Stundum má segja, of mikið.
So long and thanks for all the fish.