Nýr fjölmiðill.

Ég hef ákveðið blæti fyrir litlum fjölmiðlum, ég keypti áskrift að Krónikunni hennar Siggu Daggar og fékk öll 5 eintökin heim til mín, (ég segi 5 af því að ég man ekki hvað þau voru mörg, man bara að þau voru fá), ég var styrktaraðili Kjarnans, keypti áskrift að Stundinni, síðar var ég áskrifandi að Heimildinni líka, ég hef borgað fyrir efni á Mannlíf, þegar þessir miðlar færast síðan eitthvað sem ég hef ekki lengur gaman að, þá bara segi ég upp áskriftinni. Þetta þarf ekki að vera flókið, nú er kominn nýr fjölmiðill, hann heitir Gímaldið, og true to form, þá er ég kominn með áskrift þar líka, fyrstu skrefin lofa góðu í mínum huga, þær stöllur Auður Jónsdóttir og Eyrún Magnúsdóttir hafa líka þá ferilskrá að við þurfum að taka svona framtak alvarlega. Fyrsta greinin sem ég las á nýjum miðli fjallaði um sprengingu í sölustöðum nikótín vara, þróunin er svakaleg, og mig bara óraði ekki fyrir þessu.
Sjón er sögu ríkari, endilega gefið þessum nýliða tækifæri.

(Visited 5 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar