Pixel 5A með 5G

Já, hann fór í loftið, hann var fyrirsjáanlegur. Leiðinlegur má mas að segja. En fyrir þann markað sem hann er á, 6,34” skjár, rafhlaða fyrir mikið meira en einn dag í hefðbundinni noktun, 3,5mm jack tengi, IP67 vottun sama Snapdragon 765G örgjörva, 6GB vinnsluminni, 128GB geymslupláss og fullt af Google goodness leyni sósu. Þeir skilja sem skilja.

Þennan síma má fá á $449 í bandaríkjunum og hann skortir aðeins örfáa hluti sem rúmlega tvöfalt dýrari frændur hans hafa, er það þess virði? Það verða lesendur að dæma hver fyrir sig, en þessi sími er aðeins með 60Hz skjá, þannig að skroll mýkt og fleira gott sem kemur með 90Hz og að ég tali nú ekki um 120Hz skjáum. Stendur ekki til boða. Hann hefur styður ekki 3,7GHz bönd á 5G, en ég er ekki alveg búinn að komasta að því hvort það hefur áhrif hér á íslandi, en við erum fyrst og fremst að setja 3,5GHz 5G í loftið, amk fyrst um sinn. En þetta er eitthvað hugbúnaðar vandamál sem ætti að vera hægt að laga með einfaldri uppfærslu, módem og annað járn í símanum styðja þetta band. Í þriðja lagi, þá er hann ekki fáanlegur nema í japan og bandaríkjnum, ég reikna þó með að hann detti í framboð innan Evrópu fyrr en seinna. Og þá líklega á um 400EUR.

Sem handhafi Pixel 3A, Pixcel 4A og Pixelbuds A, get ég fullyrt að þessi A-lína frá Google er með því besta sem hægt er að fá fyrir þann pening sem verið er að fara framá. Myndavélin er sú sama á Pixel 5A og var á Pixel 4A 5G, og Pixel 5. Frábær farsímamyndavél. Ein af bestu farsímamyndavélun í heiminum í dag, og ég vil fullyrða sú besta í undir $500 flokknum.

Útlit símans þekkjum við, hann er nánast alveg eins og eldri bróðirinn 4A 5G, aðeins stærri skjár, og húsið utan um símann úr málmi í stað plasts.

Myndi segja frábær kaup í alla staði.

(Visited 53 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar