Það er enginn skortur á Android TV boxum í heiminum, úrvalið er nær frá því að vera algjört sorp, og kosta því lítið, yfir miðjuna þar sem Mi Box S trónir á toppnum yfir bestu kaupin, uppí mögulega besta Androd TV boxið á markaðnum Nvidia Shield TV, ég á t.d. Mi Box S boxið sem hefur reynst mér mjög vel, það er sæmilega snappy, með helling af möguleikum, styður 4K upplausn og utanáliggjandi drif og fleira í þeim dúr. Í ofanálag þá er hægt að sideloada Sjónvarpsapp Símans og nota á boxinu, það er ekki frábær upplifun, en það er hægt. T.d. ef þú ætlar að skreppa í bústaðinn og taka Sjónvarp Símans með þér.
Þegar ég rak augun í að Google væri farið að framleiða og selja Android TV box, þá sperrti ég eyrun, því ef það er eitthvað sem þeir framleiðendur Android TV box eiga sameiginlegt stóru bræðrum sínum í símaframleiðslu, þá er það hversu vandræðalega langann tíma það tekur að uppfæra undirliggjandi stýrikerfið. Hugmyndin að fá Android TV box sem fengi uppfærslur beint frá kúnni so to speak, heillaði mig mjög mikið. En eftir að hafa skoðað þetta box mjög vel, þá er það leiðinlega ljóst að þetta box er ekki ætlað fyrir neytendur, þessu boxi er ætlað fyrir appframleiðendur til að prófa öppin sín, en til að bæta gráu ofan á svart, þá er enginn Netflix stuðningur, efalaust er hægt að sideloada Netflix appinu á þetta box, en ráðleggingin er engu að síður, ekki kaupa. Plastið er að sögn frekar cheap, þó að það braki ekki beinlínis í því. Það er örlítið stærra en Chromecast pro, en ekki með HDMI snúruna áfesta, heldur kemur sér HDMI snúra í boxinu, efalaust eru þessir auka sentimetrar vel þegnir á sumum heimilum, á boxinu er eitt HDMI port, micro USB port og reset takki. Í kassanum er eins og áður sagði HDMI snúra, tvöföld USB-a-í-micro USB snúra. Væntanlega er hún tvöföld, til að tengja afl og tölvu við boxið sjálft, til að flytja gögn á milli, en þetta er náttúrulega box sem ætlað er til prófunar.
Bíðið frekar eftir uppfærði Chromecast dongle sem á að koma síðar í ár, keyrandi Android TV og með fjarstýringu, fjarstýringin hefur nú þegar farið í gegnum FCC vottun í Bandaríkjunum.