Pixel 4a lekarnir.

Nei, þetta er ekki jafn skelfilegt og Pixel 3 og 4 lekarnir, sem voru svo ýtarlegir að það þurfti varla að kynna þá síma, Rick Osterloh hefði alveg eins getað lagt þá síma á borðið og sagt blaðamönnum að nota þá.

En þetta er engu að síður vandræðalegt, síminn sem átti að fá formlega kynningu á Google I/O núna 12. maí, virðist núna nánast vera kominn í sölu, myndir af Pixel 4a í sölupakkningum hafa birst á twitter. Umbúðirnar eru Pixel aðdáendum útum allann heim mjög svo kunnulegar, látlausar og einhvernvegin notalegar.

Það sem skiptir máli er samt sem áður síminn, öfugt við 3a týpuna frá því í fyrra, þá kemur 4a aðeins í minni útgáfunni, 5,81″ OLED FHD+ skjár með myndavélagati í vinstra efra horni skjásins. Enginn Soli radar, ekkert Face unlock, bara gamli góði fingrafaralesarinn (eitthvað sem ég ekki beinlínis sakna, en hann var engu að síður fínn).

Það má gera ráð fyrir Qualcomm Snapdragon 730, 8 kjarna SoC, þar sem 6 kjarnar sjá um minni aðgerðir og vinna á 1,8GHz klukkutíðni og 2 afkastameiri kjarnar sjá um þyngri aðgerðir og vinna á 2,2GHz klukkutíðni. Eins og í 3a í fyrra, verður Titan M öryggisflaga í símanum til að sjá um að tryggja símtækið gegn utan að komandi vá, þessi flaga var kynnt til sögunnar í Pixel 3 línunni og hefur haldið sér síðan.
3080 mAh batterý og 6GB vinnsluminni og kemur líklega með tveimur útfærslum af geymsluplássi, 64 og 128GB.

Pixel símarnir eru sennilega best þekktir fyrir gæði myndavélanna, (sennilega fyrir utan hversu kyrfilega þeim er lekið), og líklega mun þessi sími fylgja í fótspor fyrirrennaranna, jafnvel þó að myndavélaíhlutirnir sjálfir séu ekki neitt sérstakir, megin myndavélin 12,2MP myndavél með venjulegum autofocus og OIS/EIS, framvísandi myndavélinn sennilega sama myndavél og á Pixel 3a 8MP með 84° sjónhorni, en eins og alltaf þá er það hugbúnaður Google sem gerir gæfumuninn.
Það sem Google þarf að gera er að vinna í að laga video upptöku, gæði hennar í Pixel 4 er ekki nógu góð þegar litið er til þess að við erum að tala um $899 síma, en þegar kemur að 4a, erum við að tala um síma sem mun kosta $399 og það allt annað mál. 1080p @ 30 Rammar á sek, 60 Rammar á sek, 120 Rammar á sek, 720p @ 240 Rammar á sek, og 4K @ 30 Rammar á sek á megin myndavélinni, og 1080p @ 30 Rammar á sek á framvísandi myndavélinni. Þetta er allt í lagi fyrir síma sem kostar ca 60 þús á íslandi, en ekki í lagi fyrir síma sem kostar ca 140þús.

Gleðifréttir, fyrir suma amk, eru að 3,5mm headfone tengið fær að halda sér.

Nú keypti ég 3a fyrir miðju dóttur mína í fyrra, og reynslan mín af þeim síma segir mér að þar hafi verið á ferðinni Android sími ársins 2019, sérstaklega ef við leggjum saman verð og gæði, the most bang for your buck til að sletta smá. Vonir standa til að sama sagan verði sögð um 4a símann eftir nokkra mánuði, vissulega vantar nokkra hluti til að geta kallað símann flaggskip, en þær málamiðlanir sem gerðar eru, virðast gerðar af mikilli yfirvegun og taka lítið sem ekkert frá upplifuninni. Ég hlakka til að sjá þetta tæki þegar það kemur.

(Visited 41 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar