Android 11… eða R… eða 11

Þetta var bara grín, eftirréttar nöfnin eru farin, því miður. En það breytir því ekki að nánast eins reglulega og klukkan tifar, kemur ný útgáfa af Android stýrikerfinu, hún er nr. 11 að þessu sinni og það er aðeins verið að leyfa okkur að kíkja innum gluggann á því hvað við fáum að sjá í nýrri útgáfu. Þessi útgáfa heitir því tilkomumikla nafni Android 11 DP1. Þetta er fyrsta af 6 útgáfum áður en formleg útgáfa nr. 11 kemur út. Fyrst koma 3 dev preview og síðan fyrsta beta, af þremur, í Maí. Stóra málið enn sem komið er, virðist vera enn meiri viðbætur og betrumbætur á tilkynninga “gardínu” … En eins og allir vita, þá er Android enn mikið betra í meðhöndlun tilkynninga en iOS. Þangað til nýlega var það besta (og flóknasta) sem hægt var að gera með tilkynningar í iOS að slökkva á þeim. En sem betur fer hefur það lagast til muna. Þetta eru grundvallarmannréttindi að hafa góða stjórn á tilkynningum.

Motion sense í Pixel 4 fær smá ást, bættur stuðningur við samanbrjótanlega skjái, bætt BT meðhöndlun ásamt fleiru.

Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að fylgjast með nýjungum í Android 11,

(Visited 23 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar