Wear OS… ekki alveg ömurlegt.

Það er standandi brandari innan tæknibloggarastéttarinnar að ræða Wear OS, sem er Android fyrir wearebles eins og t.d. snjall úr. Sennilega vegna þess að Apple hefur með sínum úrum tekið þennan markað og gleypt hann nánast eins og hann leggur sig. En það þýðir ekki að Wear OS markaðurinn sé dauður, Google hefur keypt Fitbito og hluta af IP frá Fossil, það er einmitt Skagen dótturfélag Fossil sem hefur haldið merki Wear OS á lofti. Núna nýlega komu nýjustu wear OS úrin frá Skagen á markað Folster 3, það er ekki verið að breyta því sem hefur gefist vel hingað til, kringlótt skífa, falleg bönd í Skagen anda. Í húsinu er Snapdragin Wear 3100 örgjörfi, 1GB vinnsluminni og 8GB geymslupláss. Og kostar $245 beint frá Skagen.

Wear OS stýrikerfið er ekki alveg hræðilegt, og fær ekki alveg sanngjarna meðferð hjá bloggurum heimsin. Enn í dag er Android margfalt betra í öllu varðandi tilkynningar, og meðhöndlun þeirra, en iOS er. Þetta á líka við um úrin, það er líka mjög nytsamlegt til að stjórna afspilun tónlistar eða hlaðvarpa. Sama með mælingar á hreyfingu, þarna er Wear OS á þokkalegum stað amk sambærilegum og Watch OS frá Apple. Stóri munurinn og helsta ástæða þess að ég vil ekki nota snjall úr er batterý ending, en Wear OS þarf að hlaða á hverjum degi og nýjustu Apple Watch úrin annan hvern dag þegar vel lætur. Þetta er deal breakar fyrir mig.

En að þessu sögðu, ef þú lesandi góður ert að leita þér að snjallúri sem er ekki Apple Watch, þá er þetta úr alveg þess virði að skoða, hönnunin er mér að skapi, fallegra en Apple úrið að mínu skapi. Og það er ekki allt of dýrt.

(Visited 59 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar