Sem mikill talsmaður Chromenbóka, þá hef ég ekki verið nógu duglegur uppá síðkastið að frelsa fólk, en þegar maður rekst á eitthvað veftól sem leysir önnur desktop tól af hólmi, þá verður að deila þeim upplýsingum. Ég hef verið duglegur að benda fólki sem þarf á CAD lausn að halda, þá er til þjónusta sem heitir OnShape sem leysir flestar CAD þarfir algerlega frábært veftól skv. þeim sem ég þekki sem hafa notað það, að ekki sé minnst á smáatriði eins og að rendera, sem tekur aðeins nokkur augnablik. En núna fann ég annað veftól sem lítur vel út, amk fyrir þá sem nota Adobe Illustrator af og til, þá er hér komin leið til að venja sig af Adobe skattinum og nota annað hvort grunn útgáfuna gjaldfrjálst eða greiða Corel ögn fyrir pro útgáfu, $39 á ári. Lausnin sú heitir Gravit Desginer, endilega að kíkja á þetta á designer.io.
Aflið í Vafranum þínum.
(Visited 25 times, 1 visits today)