Á síðasta viðburði Google í október 2019, þegar Pixel 4 og 4XL voru kynntir, var arftaki PixelBuds heyrnatólanna einnig kynntur, reyndar ekki sem endanleg vara heldur sem prótótýpa og aðeins sagt að þessi heyrnatól kæmu á markað vor 2020. Núna virðist vera að styttast í þetta.
Pixel Buds 2, eða 2020 ef við viljum það frekar, hafa farið í gegnum Bluetooth vottun með tvo módel nr, G1007 og G1008, hugsanlega tvæ mismunandi týpur, eða heyrnatólin annarsveger og hleðsluboxið hinsvegar. Nýju PixelBuds koma með BT5.0 og áttu að koma vor 2020 eins og áður sagði, og miðað við þessa skráningu, þá ættu þau að vera tilbúin fyrir Google I/O í maí. Þangað til er hægt að skrá sig á biðlista hjá Google.
(Visited 77 times, 1 visits today)