Það eru svosem ekki nýjar fréttir að Google Assistant sé varla að spila sömu íþrótt og Siri, hvað þá í sömu deild, þegar kemur að raddþekkingu og úrvinnslu á fyrirspurnum. S.s. hversu nytsamlegur aðstoðarmaðurinn er, (þetta er alveg óháð því hversu kjánalegur mér finnst ég vera þegar ég gelti skipanir á ensku til Google Assistant, því það hefur lítið breyst). En kjaftasögurnar á götunni núna segja nýjustu viðbót Google Assistant vera eitthvað sem allir notendur tækninnar ættu að taka fagnandi.
Skv. nýjustu lekum mun Google Assistant geta tekið yfir símtöl þegar notandinn er settur á bið, t.d. eftir því að starfsfólk þjónustuvers svari eða eitthvað slíkt, einfaldlega með því að ýta á “hnapp” á skjánum þegar tónlistin tekur við símatlinu og þegar Assistant skynjar að manneskja hefur tekið við símtalinu hjá þjónstuverinu á hinum endanum, lætur Assistantinn þig einfaldlega vita að þú megir fara að einbeita þér að símtalinu aftur.
Þessi tækni er enn sem komið er ekki alveg tilbúin til notkunar í production umhverfi, en það ætti samt ekki að koma neinum á óvart að Google komið þessari tækni í almenna dreifingu.