Hinn fullkomni samfélagsmiðill.

Til að byrja með er best að viðurkenna það strax að ég er notandi samfélagsmiðla, ég elska Twitter, ég var mikill aðdáandi instagram, ég elskaði Google+ og ég nota Facebook og SnapChat. Augljóslega er mikill munur á því hvernig ég nota þessa miðla, en ég get þó fullyrt að vera mín á Facebook er fyrst og fremst vegna þess að í gegnum það tól er megnið af tómstundum dætra minna skipulögð. Hina miðlana nota ég mismikið, en Twitter þó mest, sennilega vegna þess að mér finnst það skemmtilegasti samfélagsmiðilinn.

Og nú kemur eitthvað sem hljómar mjög mikið eins og “frábær saga afi” en tölvupóstur er sennilega hinn fullkomni samfélagsmiðill. Ég stjórna því fullkomlega hvert hvaða póstur fer, missi reyndar stjórn á honum eftir að hann fer frá mér, en það er einnig vandamál með aðra samfélagsmiðla. Ég hef fullkomna stjórn á því hvenær ég sinni póstinum, ég ræð hverjum ég deili póstinum með og hvenær… Sennilega er eina ástæða þess að fólk vill ekki nota tölvupóst sú að það upplifir algeran vanmátt gagnvart póstinum hugsanlega vegna þess að flestir eru með sautján þúsund ólesna pósta í inboxinu sínu, en með viðlíka aðhaldi og við gefum samfélgasmiðlunum ætti þetta að vera lítið mál. Mín reynsla við að skipuleggja sjálfboðaliðastarf í kringum foreldrastarf innan skólans eða frístunda stelpnanna minna er sú að það gangi betur og verði skipulegðara ef hlutirnir eru ákveðnir í tölvupóstir frekar en í fb hóp eða spjalli.

(Visited 127 times, 1 visits today)

2 comments On Hinn fullkomni samfélagsmiðill.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar