Stundum heyrum við fólk henda á milli sín skammstöfunum og hugtökum á borð við QAM, cat 18 LEE 4×4 MIMO og fleira í þeim dúr. Flestir nikka bara kolli og í stóru myndinni þá skipta þessu hugtök í sjálfu sér ekki öllu máli, en það er engu að síður oft gott að geta aðeins fylgt samtali, því oft hljómar þetta eins einhverskonar dulmál sem aðeins innvígðír og innmúraðir eiga að skilja. Að sama skapi er það oft þannig að fyrirtækin sem við kaupum þjónustu af, eru ekkert betri að útskýra hvað þetta þýðir allt saman: “Tífaldur hraði”, “5G” “Gigabit”, “p-p” “GPON”, það er mögulegt að þessi hugtök komi réttum skilaboðum áleiðis, að hraðinn verði meiri. En segir engu að síður lítið um það hvernig.
Mikið af tæknihugtökum er svona, Verkfræðingar og tæknimenn eru latir þegar kemur að því að skrifa, þannig verður “Power over ethernet” að “PoE”, “impedance” verður Z (I stendur að sjálfsögðu fyrir straum). Þar af leiðandi koma fram hugök eins og QAM sem þýða ekki neitt, án þess að einhver taki sig til og fletti þessu upp. Og vanalega er svarið hlaðið fleiri skammstöfunum og styttingum. Var ég búinn að segja að verkfræðingar eru latir þegar kemur að því að skrifa?
Einmitt vegna þess að fyrirtækið Qualcomm og samstarfsaðilar þeirra eru að vinna að því að bæta þráðlaus fjarskipti margfalt munu þessu hugtök áfram vera notuð umtalsvert í umræðunni á komandi árum. Hér er smá uppkast að glósubók til að hjálpa til við að afkóða það sem þessir menn/nerðir eru að tala um.
- 4G, stendur fyrir fjórðu kynslóðar farnet. 3G var þriðja kynslóðin og svo framvegis. Það eru vissulega staðlar, en í Bandaríkjunum hefur fyrirtækjum á borð við AT&T verið heimil að notast aðeins við G sem markaðshugtak.
- LTE, stendur fyrir Long Term Evolution, það byggir á eldri stöðlum en hefur þróast yfir í að verða hraðvirkara og betra til að flytja gögn.
- cat, stytting fyrir category og helst yfirleitt í hendur með LTE þegar verið er að ræða þráðlaus fjarskipti, Hærri tala táknar meiri hraða.
- Carrier aggregation, stundum LTE CA, er hluti af svo kölluðum LTE advanced stöðlum. Þessi tækni leyfir netkerfinu að sameina LTE merki. Fleiri merki, þýða meiri hraða. Stundum er þetta skrifað t.d. sem “5x20MHz” þetta er ekki skammstöfun, þýðir aðeins fimm 20MHz merki.
- QAM er skammstöfun á Quadrature Amplitude Modulation. Þetta er aðferð til að taka tvær mismunandi eintök af sama merki og setja þau 90 gráður úr fasa við hvora aðar. Módun og afmódun notast bæði við styrk og fasa til vinna með merkið.
- Öll setninging hér fyrir ofan, er þarna vegna þess að ég veit að það eru nokkrir verðandi verkfræðingar sem lesa þetta og vilja fá þessa útskýringu. Fyrir alla hina, QAM er aðferð við að senda merki á milli staða sem ber meiri gögn með færri villum en ef við myndum aðeins senda “venjulegt” merki, Hærri QAM tala, þýðir… meiri hraði.
- MIMO, þýðir Multiple inputs, Multiple outputs. Þetta er loftnetahönnum þar sem bæði sendandi og viðtakandi notast við fleiri en eitt loftnet samtímis við að senda og taka á móti. Þýðir enn og aftur að meira af gögnum fara yfir tenginguna.
- Staðbundin steymi er það hvernig MIMO uppsetning flytur mismunandi merki á hverju loftneti. Viðtakandinn (Síminn þinn t.d.) setur þessi streymi síðan aftur saman í eitt merki með heilum helling af gögnum. Þetta er líka kölluð fléttun. Eftir því sem við getum fjölgað streymunum sem hægt er að senda í einu, þeim mun meira af gögnum er hægt að flytja, 12 streymi er betra en 10.
Þetta er þokkleg byrjun. Lesandinn verður ekki sérfræðingur í þráðlausum fjarskiptum eftir lesturinn og hlaupið yfir helling af stórum og smáum atriðum. En það er með vilja gert. Það er verið að reyna að gera þetta allt saman læsilegt.
Eins er hellingur af styttingum, skammstöfnum og vitleysisgangi í fjarskiptaheiminum sem hlaupið hefur verið yfir.