Betra/öðruvísi?

Paul Stamatiou skrifaði nýlega ákaflega skemmtilega grein á síðuna síma með mjög grípandi fyrirsögn, “Android is Better” og á meðan ég skil hvaðan hann er að koma, og í hvaða tilgangi svona pistill er skrifaður lítur hann framhjá lykilatriði í þessu Android/iOS/WP8 debatti og það er að notendur eru ekki fífl. Þeir koma til með að finna það platform sem hentar þeirra notkun og venjum best. Er þjónusta Google það sem fær daginn til að tikka? Er það mikilvægt að geta sérsniðið tækið að því sem þér finnst mikilvægt? etc. Þá er Android sennilega málið, ertu kominn með gígantískt iTunes safn? finnst þér gott að vita að hverju þú gengur? Ertu búinn að sökkva þér í Apple umhverfið? iOS sennilega málið, ég á enn eftir að láta mér detta eitthvað í hug varðandi WP8 annað en hveð mér finnst viðmótið fallegt og auðvelt að venjast því að nota það. Sennilega best hannaða viðmótið fyrir byrjendur.

En þetta er það sem Paul vinur minn klikkaði á, Android er betra, fyrir hann. Það sama á hugsanlega ekki við um einhvern annan Paul.

Ég er mikill aðdáandi Android og þjónustu Google, en mér dettur ekki til hugar að segja að eitt sé betra en annað, það er bara örðuvísi.

(Visited 30 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar