Síðan ég eignaðist síma með rúmlega meðalgreind hef ég orðið á undraverðum tíma alveg fastur í hlustun á hin og þessi podcöst, og þó að ég kunni ágætlega við íslenskunina hlaðvarp þá er hún bara ekki nógu útbreidd til að ég noti hana hér í þessum pistli. RÚV, sem gárungarnir kalla risaeðlu sinnir þessu hluverki mjög vel og eru flestir þættir orðnir niðurhalsfærir innan við hálftíma eftir að hann var frumfluttur. Þetta er þjónusta sem RÚV á heiður skilinn fyrir að veita mér og hugsanlega hinum 150 íslendingum sem eru búnir að uppgötva þetta form og hve þægilegt það er að geta hlustað á útvarpsþáttinn sem þú hefur gaman af þegar þér hentar og pásað þegar þú þarft. Nú fer að styttast í endalokum nýja uppáhalds útvarpsþáttar míns sem er Matartíminn í umsjá Gunnars Smára Egilssonar, frábærlega skemmtilegir og líka fróðlegir þættir. Þar sem Gunnar Smári tekur upp þráðinn úr pistlum sem hann skrifaði í Fréttatímann til skamms tíma. Ég held að sjötti og síðasti þáttur fari í loftið næstkomandi laugardag. Eins hlusta ég á Spegilinn alltaf morguninn eftir að hann er frumfluttur, á leiðinni í vinnuna. Fleiri þætti gæti ég nefnt, en það er aukaatriði, upphafið af þessum skrifum voru væntanleg endalok Matartímans.
Strákarnir á kop.is halda úti metnaðarfullu podcasti þar sem þeir fara um víðann völl tæpitungulaust í umfjöllun um Liverpool og tengd málefni, ef þú ert hörundssár og heldur með öðru ensku liði, vertu þá bara ekkert að hlusta, flott framtak hjá strákunum og ég vona að þeir nenni að halda þessu áfram, ég amk hlusta alltaf og ég hefði gaman af að fá að vita hversu mikið þetta er sótt. Síðan er sambærilegt podcast hjá The Anfield Wrap þar sem maður getur nálgast klukkutíma af Liverpool tengdri umræðu í hverri viku.
Engadget og EngadgetMobile eru að lokum síður sem ég hlusta mikið á, podcöstin þeirrar eru að vísu oft á tíðum mjög löng, þannig að ég þarf að búta þau nokkuð mikið niður, það fyrra er sem má nálgast hér, þar sem allt tech er undir og oft á tíðum frábær umfjöllun, þ.e.a.s. þegar Tim “nicestguyintech” Stevens er við stjórnvölinn, Mobile podcastið er oftast um tveir tímar en fröken Myriam Joire og her trusty sidekick Brad Molen láta gamminn geysa þar sem áherslan er á allt mobile, stundum þykir mér frökenin vera full dómhörð, en þetta er hinsvegar mitt uppáhalds tech podcast. Má nálgast hér, fyrir áhugasama.
Þetta og reyndar nokkra aðra þætti læt ég Google Reader sjá um að lesa og notast síðan við Beyond Pod fyrir Android til að sækja, raða í plalista og matreiða (pun intended) fyrir mig þannig að ég geti nú hlustað á það sem hjartað lystir á hverjum degi.
Hafir þú lesandi góður ábendingu um gott podcast sem ég er að missa af, máttu endilega skilja eftir tjásu þar að lútandi.