Þeir síðustu verða fyrstir og fyrstu síðastir. Íslandsbanki á leiðinni með Google Wallet.

 Í Maí 2019 risu margir í kringum mig uppá afturlappirnar því bankinn þeirra var ekki í hópi þeirra íslensku banka sem komu með kortin sín í Apple Pay, þessir vinir mínir þurftu að bíða í heila tvo mánuði með gnístandi tennur af bræði því bankinn þeirra var ekki með í þessari vegferð. Þetta lagaðist svo aftur í Júlí 2019. Það kom svo í ljós að bankinn þurfti að sitja undir alskonar vegna vandræða Master Card.

 En nú er öldin önnur, Íslandsbanki einn íslenskra banka með kortin sín í Google Wallet, Visa væntanlega eitthvað að draga lappirnar fyrir Arion og Landsbankanum. Við þurfum að sýna þolinmæði.

  Eins og sagði í ritinu, þeir síðustu verða fyrstir og fyrstu verða síðastir. En nú reynir á þolinmæði allra viðskiptavini Arion og Landsbankans, sem einn þeirra hlutaðeigandi sem ekki hefur fengið tilkynningu um þessa innleiðingu hjá mínum banka, ætla ég að vera bjartsýnn og segja byrjun sept. vika 36.

(Visited 34 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar