Nest Audio

Eins og lesendur vita, þá er ég stoltur eigandi af Google Home Max, stór snjallhátalari sem mér áskotnaðist fyrir umþaðbil 2 árum, hann hefur fengið mjög jákvæða dóma með tilliti til hljóms, hönnunar og fleira í þeim dúr. Max er stóri hátalarinn í hátalaralínu Google, sá litli heitir einfaldlega Nest mini, og núna er kominn nýr hátalari í miðjuna hjá Google, þetta er Nest Audio. Þessar hugleiðingar eru ekki einhverskonar umfjöllun eða dómur um hátalarann. Meira í þá átt að velta upp einum framtíðarmöguleika sem er áhugaverður fyrir mig.

Hátlarann keypti ég til að prófa heima hjá mér, og í framtíðinni að setja hann upp í herbergi unglingsins til að bæta aðeins tónlistarupplifun. Hljómurinn er tær og góður, fær þokkalegann bassa, hönnunin látlaus og fyrir un 17 – 22þús kr. er erfitt að finna betri kaup. Vissulega er hljómur í Sonos One að fá betri dóma en sá hátalari kostar líka tæplega 35þús.

Ég hafði hugsað mér að setja Nest Audio upp í alrými íbúðarinnar minnar og færa Maxinn í stofuna, en nú koma út fréttir af því að Google sé að vinna að lausn sem mun para saman hljóð og mynd á milli Chromecast og Nest Audio. Þetta eru fréttir sem gera það að verkum að mun skynsamlegra væri fyrir mig að kaupa tvo Nest Audio og para þá við nýtt Chromecast í stofunni í stað þess að færa Maxinn.

Óvissan er þó vissulega nokkur, einu vísbendingar um þessa samþættingu er að finna í markaðsefni sem Google lét útbúa fyrir Launch Night In viðburðinn 30. sept síðastliðinn en fór aldrei í loftið. Þó hefur Google staðfest við fjlölmiðla að verið sé að vinna að þessari lausn, án þess að fara útí smáatriði eins og hvaða hátalarar koma til með að fá þessa virkni, og hvort þetta verði í boði á öllum Android TV boxum í framtíðinni eða hvort þessi virkni verði aðeins í boði á Chromcast búnaði frá Google. Þó verður að taka fram að Google hefur í gegnum tíðina rúllað svona tilraunaverkefnum á öðrum búnaði út til allra* notenda þegar fram líða stundir.

* sem uppfylla einhver lágmarks skilyrði

(Visited 39 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar