Skilaboðasendingar..

Það er ekkert leyndarmál að Google hefur ekki gengið vel að koma einhverskonar skilaboða þjónustu í gang innan Android, fyrir nokkrum árum var það Hangouts, app sem ég persónulega kunni mjög vel við að nota, sérstaklega á þeim tíma sem það studdi SMS sendingar, en frá þeim tíma hefur Google farið út í allskonar krúsídúllur til að laga skilaboða upplifun innan Android, og síðasta tilraunin er að vera bara með mikinn og góðann stuðning við RCS sem er staðall innan farsímatækninnar, sem á að leysa hefðbundin SMS af hólmi, með öllum þeim bótum sem við eigum að venjast, sjá þegar mótaðilinn er að rita, sjá þegar viðtakandi hefur fengið skilaboð, senda háupplausnar myndir og þessháttar.

Hingað til hefur það oltið á símfyrirtækinu þínu að virkja þessa tækni, eitthvað sem hefur ekki verið að gerast hér á íslandi og vægast sagt hafa viðtökur símfyrirtækjanna verið daprar.

Nýlega hefur sá möguleiki opanast fyrir notendur að virkja þetta sjálfir óháð símafyrirtæki, aðeins þarf að sækja lítið app. Og fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.

  1. Opna Activity Launcher
  2. Smella á‘Recent Activities,’ og í valmyndinni velja ‘All Activities.’
  3. Finna ‘Android Messages.’
  4. Smella á það og, skrolla niður þangað til við komum að ‘Set RCS Flags’ (com.google.android.apps.messaging.ui.appsettings.rcs.overrides.OverrideFlagsActivity).
  5. Velja ‘ACS Url’ í þeirri valmyndi og í menuinu ‘http://rcs-acs-prod-us.sandbox.google.com/.’
  6. Fylgja uppsetninguinni í Android Messages. Mun taka umþaðbil 3 mínútur, ef þetta virkar ekki, lesið áfram.
  7. Hreinsa gögn úr ‘Carrier Services’ og force stop ‘Android Messages.’
  8. Eundurtaka skref 1-4.
  9. Velja OTP Pattern, og í valmyndinni smella á, ‘Your\sMessenger\sverification\scode\sis\sG-(\d{6}).’


Þessi aðferð virkaði hjá mér, og hægt að staðfesta það undir settings í Android messages, í vamynd sem heitir Chat features. Ef allir carrierar og framleiðendur símtækja myndu taka höndum saman þá ætti að vera hægt að lagfæra mest af vandræðum við skilaboðaþjónustu í Android.

(Visited 58 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar