#MadeByGoogle2019 #2

Núna eftir 6 daga verður næsti nýji síminn minn kynntur. Það er alveg hægt að segja að ég sé nokkuð spenntur, honum hefur verið kyrfilega lekið eins og fyrri kynslóðum, þá sérstaklega Pixel 3 í fyrra. Við þekkjum nánast öll smáatrið beggja símtækja, Pixel 4 og Pixel 4XL. Það er því að bera í bakkafullann lækinn að bæta þar við, það er skemmst frá því að segja að það verður kynntur nýr Pixel sími 15. okt, og ég mun að öllum líkindum eignast eitt eintak.

En einmitt vegna þess hve kyrfilega Pixel 4 hefur verið lekið, ætla ég ekki að setja eitthvað sérstaklega á blað um hann hér, enda hef ég sett nokkrar færslur um þann síma. En síðan er það spurning, hvað verður kynnt, hvað verður hugsanlega kynnt og að lokum, er eitthvað “longshot” í boði.

Það er ljóst að nýr sími verður “kynntur”, nýr Google Home mini sem verður líklega kallaður Google Nest mini. Ekki neinar stórar breytingar, nokkrar minniháttar betrumbætur á tæki sem hefur selst í bílförmum og þarfnast aðeins minniháttar uppherslu á skrúfunum, stærsta breytingin er sú að hann fær 3,5mm jack tengi. Mögulega til að koma í staðin fyrir chromecast audio sem Google hætti að framleiða í fyrra.

Google Nest Wifi, önnur kynslóð, ekki stórar breytingar þar heldur, þráðlaust mesh kerfi sem hefur reynst mjög vinsælt, núverandi punktar voru kynntir árið 2016 og má segja að það sé kominn tími á uppfærslu, eitthvað á útlitið að breytast og það kemur hátalari í tækið, mögulega verður hægt að eiga eitthvað við þráðlausa netið með raddskipunum, t.d. WiFi pásu í ákveðnum herbergjum eða ákveðin tæki og þessháttar.

Pixelbook Go er Chromebook vél sem verður kynnt, hún er ekki beint arftaki Pixelbook frá árinu 2017 né arftaki Pixel slate frá síðasta ári. Þetta er Chromebook vél sem á að mæta þörfum starfsmanna úti á örkinni þegar Pixelbook átti að mæta þörfum stjórnenda.

PixelBuds 2, hægt og rólega hafa orðrómarnir um ný Pixel Buds orðið háværari, en enn er ekki mikið vitað um þessi heyrnatól, en þetta er að verða mjög líklegt.

LongShot kynning er að það komi Pixel úr, Google keypti sig vissulega inní Fossil fyrr á árinu. En það er engu að síður ólíklegt að Google kynni Pixel úr, en vegna þess hve mikið Apple hefur bætt Apple Watch, þá þarf Google sennilega meiri tíma til að þróa vöru sem stenst Apple Watch snúning. Í dag er ekki umdeilanlegt hvort Android wear sé í sömu deild og Watch OS, það er varla að þau séu að stunda sömu íþrótt.

(Visited 21 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.