Android Q…. er Android 10

Svo, núna eftir 10 ár af áhugverðum eftirréttum kom að því að Google hætti að nefna hverja útgáfu eftir eftirréttum, ég man svo vel eftir því þegar Eclair kom út.. Gingerbread var líka skemmtileg…. Stærsta einstaka breytingin sem ég man eftir var IceCream Sandwitch…. þ.e.a.s. alveg þangað til Oreo kom út, núna erum við á útgáfu númer 9 sem hefur hið dásamlega ófrumlega nafn, Pie. En eftir það verður notast við tölur, og sú útgáfa sem ég er núna að nota á símanum mínum mun í lokaútgáfu, heita Android 10. Ég skil breytinguna, ég þarf bara ekki að kunna vel við hana, það var alltaf ákveðin stemning fólgin því að fylgjast með nafna “veislunni” þegar litla Android fígúran er afhjúpuð í Mountain View. Við skulum taka vel á móti Android 10

Nú hef ég í ca 2 vikur verið að keyra beta útgáfuna af Android 10, það hefur gengið að mestu stórslysalaust, 2 öpp virka ekki, en að öðru leiti er þessi útgáfa mjög stabíl. Ég er spenntur fyrir gestures, en bendingarnar virka bara nokkuð vel að mínu mati. Ég geri ekki ráð fyrir miklum breytingum á milli þessarar beta 6 útgáfu og lokaútgáfu hvorki þegar kemur að gestures, né útliti. Sennilega verður aðeins um smá herslu á skrúfunum hér og þar.

(Visited 26 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar