90Hz

Það er ekkert leyndarmál að ég er mikill Pixel aðdáandi, og reyndar mikill talsmaður Google ef ég á að vera alveg heiðarlegur. En það ætti ekki að koma neinum á óvart. Ég hef átt alla Nexus/Pixel símana sem komið hafa út frá og með Nexus 4… Eða frá því að Google sagði, “við höfum lagað myndavélina” (Nexus 4) til þess augnabliks sem Google raunverulega gerði það (Pixel XL) og núna með bestu all round myndavélina (Pixel 3 XL).

Núna hefur Google verið að leka helling af upplýsingum um uppkomandi Pixel 4, en nýjustu kjaftasögurnar segja okkur að skjárinn verði með 90Hz refresh rate, sem er vissulega mikið stökk frá núverani Pixel 3/XL. Það segir mér að þessi sími er að koma til með að verða næsti nýji síminn minn (duh)… Plís kjaftasögur, láttu þetta vera satt.

Í kjarnann er þetta frekar einfalt, flestir farsímaskjáir endurnýja myndina á skjánum 60 sinnum á sekúndu (60Hz) en með 90Hz refresh rate myndi myndin þá endurnýjast 50% oftar en á hefðbundum skjá. Þetta ætti að gefa öllum animations og leikjaspilun mun mýkri og skemmtilegri til að horfa á. Þið sem getið ættuð að prófa OnePlus 7Pro til að fá samanburðinn.

(Visited 12 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.