Chromebook fram yfir ódýra Windows fartölvu?

Þeir sem hafa lesið þessa síðu í einhvern tíma vita sem er að ég er mikill aðdáandi Chromebook véla, ég á eina og nota hana daglega og ég hef hægt of rólega orðið mikill talsmaður þessara véla.

Vissulega voru góð og gild rök fyrir því að velja Windows fartölvu framyfir Chromebook fyrir nokkrum árum, en hægt og rólega er þeim rökum að fækka og staðan í dag orðin sú að langflestir tölvunotendur gætu vel skipt yfir í ChromeOS án þess að það hefði mikil áhrif á daglegt líf þeirra. Raunar má fullyrða að ChromeOS gefu notendum kost á mun betri vinnslu og minna veseni við uppfærslur en Windows eða önnur stýrikerfi. Þetta á sérstaklega við um ódýrari vélar.

Uppfærsluhamur ChromeOS er sérstaklega þægilegur, á umþað bil 6 vikna fresti gefur Google út uppfærslu sem er sett upp í bakenda og þegar uppfærslan er tilbúin birtist lítið íkon neðst í hægra horni á skjánum sem lætur notandann vita, notandinn stjórnar því síðan hvenær vélin er endurræst til að klára uppfærsluna, að stýrikerfið taki yfir og endurræsi sig sjálfkrafa, eins og gerist með sumar Windows uppfærslur, gerist ekki.

Áðurf yrr var talað um ChromeOS sem annarsflokks stýrikerfi sem krafðist internet tengingar til að vinna. Það var mögulega satt áðurfyrr, en ekki í dag. Í dag ræður ChromeOS vélin þín við nánast sömu verkefni og Windows vélin þín, fyrir utan mögulega sérhæfða CAD vinnslu og harðkjarna leikja spilun. Og hún mun gera þetta allt betur og hraðar en ódýr Windowsvél, ef borin er saman afkastageta 65þúsund króna Windows vélar og Chromebook hefur Chromebook vinninginn, ekki aðeins hvað vinnslu varðar, heldur líka hvað varðar rafhlöðuendingu og gæði skjás.

Að lokum hefur Google fært okkur stuðning við Android öpp á borð við Office365 umhverfið, Lightroom CC og milljón öpp til viðbótar, þessi stuðningur er kominn í lang flestar Chromebooks. Með síðustu 2-3 uppfærslum af ChromeOS hefur komið stuðningur við Linux öpp, og er sá stuðningur alltaf að verða betri og betri. En eftir því sem fleiri og fleiri fyrirtæki fara að þróa sínar lausnir yfir í skýjalausnir, tildæmis lausnir á borð við OnShape og fleiri, og aflið í vafranum þínum alltaf að verða meira og meira er nokkuð ljóst að Chromebækur eru komnar til að vera.

(Visited 24 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.