Kyrfilega lekið…

Sennilega er Google Pixel 3 og 3XL sá sími sem hefur hlotið hvað kyrfilegasta lekann á síðustu árum, svo kyrfilegur var lekinn að einhver sending til rússland féll af vörubílspalli í hendurnar á rússneskum bloggurum, það þýddi raunverulega það að ekkert sem Google kynnti varðandi þennan síma gat mögulega komið á óvart.

Núna er Google að fara að koma með ódýrari útgáfu af Pixel 3 og 3XL sem eiga að heita Google Pixel 3a og 3a XL (jebb við höldum áfram í vondunafnakeppni), og hann er farinn að keppa við stórabróður sinn í leka keppninni. Þessi sími virkar á mann eins og hver annar sími, hann er ekki með hið mjög svo ljóta “notch” eða hið mun skárra myndavéla gat í skjánum. Og í ljósfjólubláu er hann bara nokkuð fallegur.

Það sem er ekki alveg ljóst er afhverju Google finnst mikilvægt að koma inná þennan miðjumarkað með svona síma, nýlega náði Google þeim áfanga að vera 3ji stærsti á bandaríkjamarkaði á eftir Apple og Samsung, verandi aðeins með 2 síma hverju sinni og ekki mjög djúpa framleiðslulínu verður það að teljast mjög góður árangur á ekki lengri tíma en raun ber vitni. Það að vera með fókusinn á premium tækjum hefur sennilega hjálpað til. Og rannsóknir benda til að rétt tæpur fimmtungur Pixel notenda séu að koma úr iOS umhverfinu segir sitt. Vissulega segir sama rannsókn að rúmur helmingur Pixel notenda sé að koma frá Samsung tæki, en ég muyndi halda það mun auðveldari ákvörðun að fara úr Samsung í Pixel en af iPhone í Pixel.

(Visited 32 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.