The Dirt, hot take.

Í gær tók ég mig til og horfði á kvikmyndina The Dirt, sem er saga Mötley Crüe, byggð á samnefndri bók, með undirtitilinn, confessions of the world’s most notorious rock band. Bókina las ég fyrir nokkuð mörgum árum ásamt bókinni The Herin Diaries eftir Nikki Sixx.

Nikki Sixx var alltaf minn maður, og sem unglingur þá elskaði ég þessa hljómveit. Myndin gerði lítið í að slá á aðdáun 13 ára Elmars á Mötley…

Annars fylgir myndin bókinni nokkuð vel, og atriðið með Ozzy er frábært, en vissulega vantar slatta í myndina, en sennilega hefði enginn leikstjóri annar er Lars Von Trier tekið að sér að kvikmynda ýktustu atriðin. Heroin Diaries var síðan snilldarlega fléttað saman við The Dirt. Það gleymdist bara að segja frá því hvernig félagarnir skildu við John Corabi en ef ég man rétt þá frétti hann af því í fjölmiðlum að Mötley væri aftur farin að starfa með Vince Neil.

Fín afþreying…

(Visited 106 times, 1 visits today)

2 comments On The Dirt, hot take.

  • mjög góð bók, og er að fara að horfa á myndina bráðlega

  • hún er alveg þess virði.. er líka bara rétt rúmlega 100 mín, þannig að það er ekkert mikið effort í að glápa á hana 🙂

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar