Eitthvað nýtt í Q?

Í gær birtist næsta útgáfa Android á serverum Google, hún mun vera Q, nema að Google séu að trolla okkur all alvarlega og fari beint í R í lokaútgáfunni. Mögulega myndi Google fara þessa leið vegna afdrifa Nexus Q hér um árið.

En, er eitthvað nýtt að finna þarna undir húddinu á þessari fyrstu þróunarútgáfu?

Fljótt á litið, þá má segja að það sem við sjáum sé ekki merkilegt, en þó er talsvert nýtt þegar betur er gáð. Sumt er eitthvað sem hefði mátt koma fyrir löngu, annað er raunverulega nýtt.

Til að stikla á stóru, þá er loksins hægt að velja um theming sem gefur kost á að breyta t.d. litum á íkonum í quick settings, til að byrja með er aðeins um 4 liti að ræða, grunngildið er blái liturinn sem við þekkjum svo vel, fjólublár, grænn og svartur. Einnig er hægt að breyta leturgerð.

Batterý táknið á skjáhvílunni hefur verið fært af miðju skjásins og upp í hægra hornið.

Þegar quick setting gardínan er dregin niður sést áætluð rafhlöðuending uppi í hægra horninu.

Það hefur alltaf verið óþarflega flókið og tímafrekt að deila efni úr Android, deili valmöguleikinn er einfaldari sem og að tími sem það tekur að fá upp valmyndina hefur verið styttur umtalsvert.

Tilkynningar hafa alltaf verið helsti styrkleiki Android, og má fullyrða að einfaldleiki tilkynningagardínunnar hafi verið ljósárum á undan iOS t.d. Það er enn verið að bæta og laga tilkynningar og hvað gerist þegar þær eru dregnar til hægri eða vinstri.

Viltu deila WiFi aðganginum þínum með einhverjum, núna býr stýrikerfið til QR kóða fyrir það WiFi sem tækið er tengt sem hægt er að nota til að gefa einhverjum aðgang að WiFinu þínu, án þess að upplýsa þann sem fær aðganginn um lykilorð.

Screen recording, eitthvað sem hefur verið lengi í iOS en ekki í Android, þessi möguleiki er lokins kynntur til sögunnar. En á efalaust eftir að fínpússa það eitthvað fyrir lokaútgáfu Android Q (eða R ef upphafs brandarinn minn reynist réttur.)

(Visited 37 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar