Eftirhretur

Í vikunni sem er að líða skipulögðum við félagarnir í stjórn fjarskiptahóps Ský hádegisverðarfund um fjarskipti, hann var óhefðbundinn á þann hátt að í þetta sinn fengum við tvo erlenda aðila, annarsvegar frá Ericsson og hinsvegar frá Nokia til að segja okkur frá hluta af því sem þessi tvö risavöxnu fyrirtæki í fjarskiptaheiminum voru að kynna á MWC, en ekki nóg með það þá fengum við Guðmund Hafsteinsson og Sæmund E. Þorsteinsson til að setjast í panel og ræða við áhorfendur og erlendu fyrirlesarana um 5G og framtíðina. Fundurinn hepnaðist virkilega vel þó ég segi sjálfur frá og þá sérstaklega panelsamræðurnar. Fyrir áhugasama þá eru kynningarnar sem farið var yfir á fundinum aðgengilega hér, þær koma ekki stað þess að hafa verið á staðnum en þær veita smávægilega innsýn í viðburðinn.

(Visited 13 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.