Hvaða appa, gæti ég ekki verið án.

Ég er búinn að vera lengi á leiðinni að setja nokkur orð á “blað” um það hvaða öpp eru mér svo mikilvæg að ég held að ég gæti ekki án þeirra verið, eru þau fyrstu sem ég logga mig inní á nýju tæki t.d. Þetta er ekki einfalt mál, og þarfnast smá yfirlegu, en sem disclaimer ætla ég að taka það fram að ég hef viljandi ekki tölvupóst öpp hér inni, en það er frekar augljóst að þau eru mikilvæg. Persónulega notast ég við tvenn, Inbox by Google fyrir persónulega póstinn, og Gmail appið fyrir vinnuna. Sama má segja með dagatals app, fólk eins og ég getur ekki án dagatals lifað, en besta dagatals appið kemur uppsett á nýjum android síma, iPhone notendur þurfa bara að sækja það í AppStore.

En fyrst ber að nefna Spotify, þetta er mér mjög mikilvægt app, sennilega það fyrsta sem ég logga mig inní á nýju tæki, það er líka uppsett sem Andoid app á Chromebókinni minni og á öllum öðrum tölvum sem ég nota reglulega. Það er til slatti af frábærum streymisþjónustum, hvort sem það heitir Apple Music, Google.. YouTube Music, Amazon eða hvað það nú heitir allt saman, en fyrir mig og mína notkun er Spotify hin fullkomna þjónusta. Spotify má nálgast hér.

PocketCasts er mér næstum jafn mikilvægt, ég hlusta á mikið af podcöstum og þetta er hið fullkomna app fyrir mig. Með $5 eingreiðslu, er hægt að fá aðgang að samstillingu yfir mörg tæki og spilara í vafra. Frábært app sem sækir, raðar í playlista og hvað eina, vantar bara að það risti brauðið fyrir mig. PocetCasts má nálgast hér.

Netflix kemur að lokum, það er þjónusta sem ég tengist nánast á hverjum degi og veitir mér afþreyingu, appið er uppsett á Cromebókinni minni sem Android app, en þjónustuna nálgast í vafra á öðrum tölvum. Netflix má nálgast hér.

Ég átta mig á því að þessi listi er bæði langt frá því að vera tæmandi, eða spennandi, hann rýmar sennilega við mjög marga. En það breytir því samt ekki að þetta er raunin, það er síðan efni í aðra færslu hvaða öpp eru mér ómissandi sem gagnsemis (e. utility) öpp.


(Visited 48 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.